Vona að allir séu búnir að horfa á fyrstu æfingu Gretu og Jónsa í Kristalhölinni í Bakú í gær. Mér fannst þetta mjög glæsilegt hjá þeim og öll þessi ljós skemma ekki fyrir. Einnig fannst mér myndirnar af jöklum og norðurljósunum í bakgrunninum skemma ekki fyrir. Það bendir allt til að flutningurinn verði mjög flottur þegar þau flytja þetta.
