Ég hef verið að fylgjast með hvað fólk á netinu er að segja um hverjir eiga að vinna í ár og samkvæmt því sem ég hef lesið er óvenju mikið af skiptum skoðunum um sigurvegarann í ár. Þau lönd sem komast oftast upp á spjallsíðum eru Svíþjóð, Serbía, Noregur, Írland, Þýskaland og Danmörk. Einnig er oft minnst á Ísland og ég held að við gætum mögulega komist hátt upp á stigatöfluna í ár (þó ég haldi það á hverju einasta ári og sjaldan rætist það). Sjálfum finnst mér serbíska lagið vera sterkast og eiga mest skilið að vinna í ár.
