Eurovision hópurinn lenti kl.3 í dag og Páll Magnússon útvarpsstjóri tók á móti hópnum í Leifsstöð. Svo er móttaka á Austurvelli sem er í boði Reykjavíkurborgar kl. 17:30 og verður hún send út í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og Rás 2. Þar verður dagskrá til heiðurs Jóhönnu Guðrúnu og hópnum. Páll Óskar stýrir athöfninni en búist er við Jóhönnu á sviðið klukkan 6.

Svo verður sérstakur Kastljós þáttur, tileinkaður Jóhönnu og hópnum, verður sýndur í Sjónvarpinu klukkan 19:30 strax að loknum fréttum.

Á www.eurovision.is getiði séð meira um þetta.

Ætlið þið að fara? :D Ég ætla að fara:)

Bætt við 17. maí 2009 - 22:24
Ég fór og það var mjög gaman :D