Það var ekkert lag í þessari keppni sem eitthvað virkilega heillaði mig..
Mér fannst Ísland bera af í gær. Frábær flutningur í alla staði, rosalega flott hjá þeim, flawless söngur.
Ég kaus annars Portúgal, fannst það æðislegt lag og var rosalega ánægð yfir því að þau komust áfram, þau áttu það svo sannarlega skilið. Mér fannst Bosnía líka mjög flott lag en það vantaði upp á sönginn og svo líka bara lagið sjálft, það er svolítið flatt en samt mjög fallegt.
Tyrkland var ömurlegt.. bakraddirnar sungu hærra en aðalsöngkonan. Ég varð líka fyrir vonbrigðum með Möltu, þessi söngkona er svo svakalega sterk en söngurinn var alls ekki jafn góður og ég bjóst við.
Rúmenía var fínt, hresst lag. Ég skil hinsvegar ekki hvernig Finland komst áfram, fannst það alveg yfirmáta hallærislegt lag.
Mér fannst Sviss með mjög flott lag og hefði viljað sjá það í úrslitum í staðinn fyrir Finland.
./hundar