Hver eru uppáhalds Eurovisonlögin ykkar síðustu 9 ár?
Ég byrjaði að horfa Eurovision þá þó ég hef ekki séð öll síðan þá eða man ekki eftir ári.
Mér finnst mörg lög í Eurovision ekki vera það grípandi eða heillandi þó það leynast alltaf verulega góð lög á milli.

Topp 10 listinn minn, síðustu 9 ár(frá 2000-2008) mundi vera svona í engri ákveðinni röð:

Fly On The Wings Of Love, Danmörk-2000, flutt af Olsen-bræðrum.
Mjög gott lag, mjög gott.
Ég hef þar að auki heyrt þetta lag á dönsku(Smuk som en stjerneskud minnir mig) og var mjög gott þar líka, mjög skýrmælt danska.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=kHhfg1vZA6A

Wadde Hadde Dudde Da, Þýskaland-2000, flutt af Stefan Raab.
Með skemmtilegustu lögum sem ég hef heyrt. Að horfa það í keppninni bætir þetta lag meir'að segja, þó það skemmir það soldið að mínu mati að dansararnir fara úr fötum.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=0v7_hJpbPgo

Stronger Every Minute, Kýpur-2004, flutt af Lisa Andreas.
Rosalega fallegt lag, söngkonan syngur það fantavel(og minnir að hún hafi aðeins verið 15 ára þegar hún söng).
Uppáhalds Eurovisionlagið mitt frá upphafi(og næstuppáhalds lagið mitt er neðst)
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=0isY9Ld_Gl8

Die For You, Grikkland-2001, flutt af Antique.
Melódían í þessu lagi er mjög góð, verulega flott spilað á strengjahljóðfærið(veit ekki hvað það heitir). Ég get fílað svona raftónlist.
Btw, ef þið skoðið myndbandið, hvað er málið með rassinn á söngkonunni?
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=_XkoXFRE4XA

In My Dreams, Noregur-2005, flutt af Wig Wam.
Hefðu þeir keppt 20 árum áður hefðu þeir verið miklu sigurstranglegri. Ég var verulega mikið inn í 80's rokki og glam/hair metal á þessum tíma og fannst þetta vera langbesta lagið þetta ár. Ég hef reyndar heyrt að sönglínan í viðlaginu sé stolin frá Bon Jovi, er það rétt?
Ef einhver kemur með komment að þeir líta hommalega út, vil ég minna á David Bowie.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=qh7hiaq0aWU

Missä Miehet Ratsastaa, Finnland-2008, flutt af Teräsbetoni.
Eftir öruggan sigur hjá Lordi 2006, kom annað metal-lag frá Finnlandi 2 árum síðar, þó þeim gekk ekki vel.
Flott lag, verulega flottur söngur. Stór plús að mínu mati fyrir að syngja á finnsku og hafa tvær bassatrommur, stór mínus fyrir að hafa tvo slagverkspilara með(minnti mig frekar mikið á Ruslana(en hennar lag er ég búinn að fá ógeð af) og Mercedes Club).
Þessi hljómsveit hefur samt gert betri lög.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Q3iwCGBXmDI

Heaven, Ísland-2004, flutt af Jónsa.
Mér finst Jónsi sjálfur vera mjög óáhugaverður(ég var einu sinni í rúllustiganum í Kringlunni og ég sá hann í svona 15 metra fjarlægð og hann gaf mér djöflahornamerkið af einhverjum ástæðum) en hann flutti þetta lag ágætlega, annars finnst mér tónlistin vera betri hlutinn af þessu lagi.
Að mínu mati besta íslenska Eurovisionlag Íslendinga síðan 2000(en það eru mörg frábær lög sem komu fram áður).
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=VTzqu5_6Zgk

We Are The Winners, Litáen-2006, flutt af LT United.
Ég man eftir því að eitthvað af áhorfendunum búuðu við þessu lagi(samt ekki eins mikið og þegar Sylvía Nótt kom).
Flott lag og grípandi texti(enda ekki mikill eða flókinn)en djöfull brá mér þegar ég sá myndbandið í fyrsta sinn þegar Matt Lucas eftirhermann tók smá brjálæðiskast í miðju laginu.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Z75mLlg4uO0&feature=related

Energy, Slóvenía-2001, flutt af Nusa Derenda.
Ég man vel eftir því að ég kaus þetta lag, enda er þetta kröfugt lag með frábærum söng(í reyndar ljótum fötum) og toppurinn er auðvitað píanó-brúin sem var flutt af tveimur píanóum af einhverjum ástæðum.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=yzXmzCMOLQY

Og síðast en ALLS EKKI síst:

All To You, Austuríki-2000, flutt af Rounder Girls.
Ég er ennþá frekar fúll að þau komust ekki hátt þegar þær tóku þátt.
Rosalega skemmtilegt lag með flottum bassalínum. Þar að auki fannst mér flott að þegar ein af þeim var að syngja voru hinar syngjandi aðeins á milli.
Frábært lag.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=fSnfMFlJHio

Ég vil reyndar líka bæta við My Star með Brainstorm, en þeir kepptu fyrir Lettland 2000, en þar sem ég er með Top 10 lista nenni ég ekki að leita af laginu(man samt vel að systir mín var hrifin af söngvaranum)

Annars hef ég ekkert fylgst með keppninni í ár, þó ég sá lagið frá Noregi sem lofar mjög góðu.

Fyrir þá sem ætla að svara er óþarfi að koma með myndbönd, alveg nógu mikið að ég geri það.