Grikkland, Tyrkland og Ísrael hafa samt engin menningarleg og pólitísk tengsl við gömlu Sovíetblokkina, svo það eru ekki að ganga þessi skylduatkvæði þar á milli.
Ísrael hafa fullan rétt á að taka þátt í þessari keppni, enda meðlimir í EBU, alveg eins og Marokkó, Líbanon, Túnis, Egyptaland og að sjálfsögðu öll Evrópa. Ástæða þess að þessar Arabaþjóðir eru ekki að taka þátt er þessi eilífa Araba/Ísraela deila. Líbanir voru komnir með lag í keppnina fyrir ekki svo mörgum árum, en var vísað úr keppni af því þeir vildu ekki sýna ísraelska lagið, en reglur keppninnar kveða skírt á um að það verði að sýna öll lögin.