Já, ég hef undanfarið verið svona sæmilega ánægð með vinningslagið. Var reyndar ekkert svaka ánægð í fyrra, en mér fannst hún samt vera með æðislega rödd og lagið var ekki alslæmt. Þetta lag hinsvegar…vá, mér fannst bara alls ekkert gott við það. Ég er viss um að fyrir utan að fyrir utan það að hafa aðeins verið að kjósa Rússland hafi fólk verið að kjósa strákinn, ekki lagið. Er held ég soldið frægur, keppti í Eurovision fyrir tveim árum síðan og held hann hafi lent í 2 sæti þá. Ég hefði samt ekki heldur verið sátt með það ef Grikkland hefði unnið…
Æ, þó Íslandi gangi illa í keppninni vil ég allavegana að gott lagi vinni keppnina.
An eye for an eye makes the whole world blind