Veit ekki hvort þetta hefur komið hérna en ég hef ekki fundið það sjálf.
Það er nefnilega þannig að ég og mamma vorum að horfa á þáttinn hans Páls Óskars " Alla Leið“ fyrir einhverjum dögum (þ.e.a.s. þegar þeir voru í sýningu).
Þegar lag Serbíu kom á skjáinn (sem btw ég og mömmu finnst var mjög lélegt og skiljum ekki hvað er svona æðislegt við það, en það er náttúrlega allt önnur saga;P) hlustuðum við aðeins á það og þá sagði mamma mín að þetta hljómaði alveg eins og hún væri að syngja
” Núna nei, núna, núna, núna, núna, núna nei“ sem var bara virkilega rétt hjá henni og okkur fannst það mjög fyndið því það er eins og þau séu að syngja boðskapinn ” Núna? Nei“ eða ” Við ætlum ekki að vinna þetta árið“ ef þið skiljið mig. Vorum svo báðar ekkert að pæla meira í þessu.
Svo í dag ákvað ég nú að kíkja á textann og þá er textinn
” Nuna nej, nuna nuna nuna nunu nunu nej
Nuna nej, nuna nuna nuna nunu nunu nej "
Okkur fannst það ennþá fyndnara;P