Ég var að vona að við kæmumst uppúr þessari forkeppni, en samt vissi ég ekkert því við höfum ekki komist uppúr henni síðan við byrjuðum í henni. Ég bara fattaði ekki fyrst, og var bara ,,ha, sagði hún Iceland?" og síðan fór mamma að garga og þá fór ég að garga líka og veifaði íslenska fánunum eins og við hefðum bara unnið Eurovision eða e-ð!
Svo fór ég í náttúrufræðipróf í dag, en fyrst bara mundi ég ekki neitt af því sem ég var að lesa um í gær, það eina sem ég gat hugsað um er að ÍSLAND KOMST ÁFRAM Í AÐALKEPPNINA!! En svo gekk mér bara vel… ;)
En þau stóðu sig rosa vel og áttu þetta sko sannarlega skilið! :)
ÁFRAM ÍSLAND!!! :D:D