Þegar ég sá það hélt ég að þetta væri gert af nova og að þetta væri grín. Ég hugsaði “æææ, lélegur brandari”, Svo fór það smám saman að renna upp fyrir mér þetta væri EKKI DJÓK!
Þetta er svona svipuð tilfinning og að koma heim og halda að nágranninn sé að grilla - en byrja síðan að ráma í það að hafa gleymt að slökkva á eldavélinni…
Hörmung. Ef þetta væri brandari í gegn væri það samt hörmung. Lélegur húmor, lélegt lag, lélegt myndband, lélegt fólk, og ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur út af þessu.
Þetta með að láta þetta líta út eins og heimagert youtube myndband er vísun í internetfyrirbæri sem er EKKI FYNDIÐ. Muniði eftir núma-núma gaurnum? Erum við sokkin svo langt að vísa í þá gerð af húmor? Höfum við glatað restinni af þeirri virðingu sem við áttum?
Ég er farinn að slökkva á eldavélinni. Og gráta.