Þessir þættir eru bara enn ein raunveruleika bólan sem kemur upp af og til. Það er ekkert varið í þetta. Þetta fer sömu leið og Idolið, X-factor og allir þessir raunveruleika þættir..Þetta dæmi hentar einfaldlega ekki hérna á Íslandi. T.d. er American Idol og Surivor einu raunveruleika þættirnir sem eru ennþá eitthvað á lífi. Samt sem áður er Survivor orðið svo útþynnt að hálfa væri nóg.
Síðan er þessi nýji raunveruleika þáttur sem er að hefjast bráðum á stöð2. Hæðin heitir hann, en þetta er bara Rip-off af Áströlsku þáttunum sem voru sýndir á stöð2 fyrir nokkrum árum, The Block minnir mig að þeir hétu. Hvað um það að þá eiga þessir að fara sömuleið og allir hinir raunveruleika þættirnir. Ef þeir vilja láta eitthvað svona dæmi virka á Íslandi að þá eiga þeir að koma með eitthvað nýtt efni en ekki stela því frá öðrum sem sýnir bara hve hugmyndalausir þeir séu í raun og veru. En íslenskt sjónvarpsefni er ekki upp á sitt besta. Þó að Pressan og Næturvaktin hafi verið mjög frábrugðið öðrum íslenskum þáttum að þá eru voða fáir þættir sem geta fetað sömu spor. Ég ætla nú ekki einu sinni að fara út í Íslenskasjónvarps efnið á RUV..