1969 urðu 4 lönd sigurvegarar í Söngvakeppninni. Þá fengu enduðu þessi lönd öll með 18 stig skv. þáverandi stigakerfi. Engin regla var til til að úrskurða hver færi með sigur af hólmi við slíkar aðstæður, þannig að öll löndin sem fengu 18 stig voru öll úrskurðuð sigurvegarar.
Núna er búið að koma í veg fyrir að skandall eins og þessi getur endurtekið sig.
Í dag er það þannig að verði 2 eða fleiri lönd jöfn að stigum, þá sigrar það land sem fékk fleiri topp stig. Dæmi: 1991 urðu Frakkland og Svíþjóð jöfn að stigum eftir að atkvæðagreiðslu var lokið. Síðan var farið að telja stigin. Bæði lönd reyndust vera með 5 tólfur. Aftur á móti sigruðu Svíar vegna þess að þeir voru með fleiri tíur í heildina.