Það myndi ekki skipta neinu máli hvort það yrði dómnefnd eða sms kosning. Fólk kýs alltaf sín vinalönd. Bara af því að við búum í Norður Evrópu þá eru flestir íslendingar á móti öllu lögunum sem koma frá Austur -Evrópu. Það finnst mér vera frekar leiðinlegt ástand. Ég var alls ekkert á móti öllum lögunum sem komu frá Austur-Evrópu. Það sem mér þótti samt leitt var hvað úrslitin voru svo einhæf en flest löndin komu jú frá Austur-Evrópu. Það er auðvitað ranglátt þegar slíkt gerist.
Ef ég er ekki nægilega vinsæll þá fæ ég engin atkvæði alveg sama hvernig ég stend mig.
Allar kosningar snúast núna um hver er besti vinur þinn og í hvaða fótboltaliði þú ert í.