Hvíta-Rússland- Skemmilegt lag..allt í lagi að það komst áfram svo sem :)
Makedónía -Þetta lag finnst mér að hefði alls ekki átt að fara áfram! Alls ekki nógu gott og svo fullt af fleiri lögum sem hefðu átt að fara í staðin að mínu mati!
Slóvenía -Æ, veit ekki..svona lala, en fannst samt önnur lög betri en þetta..
Ungverjaland -Rosalega flott og átti vel skilið að komast í undanúrslit. Hörkusöngkona líka.
Georgía-Mér fannst þetta rosalega flott, og já..ég kaus þetta :) Mjög sérstakt og svona öðruvísi..gott að það komst :)
Lettland- ÖMULEGT! Ohh, ég er svo reið að þeir komust áfram..hryllingur :S Eina lagið í keppninni sem ég sé ekkert við.
Serbía -Rosalega flott, ohh, elska röddina hennar! Glöð að þetta komst áfram! :)
Búlgaría -Já..ég veit ekki…sko, mér finnst lagið sjálft soldið flott, og spes…en þegar ég sá þetta á sviði í sjónvarpinu þá var sönkonan ekki nógu sterk..svo það dró lagið svolítið niður. Allt í lagi..en ekki nóg að mínu mati til að komast áfram.
Tyrkland -Rosalega flott og gott að það komst áfram! :)
Moldavía Æ, hluti af þessu lagi var svolítið flottur en samt ekki nóg til að komast áfram..
Þau lög sem ég man svona eftir núna sem ég vildi áfram er fyrst og fremst Kýpur! Ég elska lagið frá Kýpur og það átti svo skilið að komast áfram! En einnig Noregur, Sviss og Danmörk..mér fannst það líka rosa flott…lagið frá Austurríki var líka flott en þessir rauðu búningar sem mennirnir voru í voru svo mikill hryllingur að það dró lagið niður…
Já…þetta er mín skoðun :P :)
An eye for an eye makes the whole world blind