Ekki vera með svona bull og kjaftæði:
Eruði virkilega svona tapsár…
-Kannski einhverjir, en ekki ég. Ég viðurkenni einnig að við gerum nákvæmlega það sama og það er að kjósa nágrannaþjóðir, þessu þarf að breyta þar sem þetta er ekki lengur lagakeppni heldur nágrannaþjóða keppni.
HVað með það ef austurevrópuþjóðirnar standi saman… hafa ekki vesturevrópu þjóðirnar átt þessa keppni liggur við síðan hún byrjaði…
Svo þegar okkur gengur illa verða allir að finna einhverjum að kenna um og kenna þá austur evrópu um…
-Í gegnum tíðina hafa verið góð lög í Eurovision og mörg þeirra skapað STÓRstjörnur í tónlistarheiminum, en það að glugga í fortíðina er slappt og tilgangslaust, í dag er þetta keppni um flesta nágranna og því þarf að breyta.
Mér fannst vesturevrópu þjóðirnar eignlega ekkert góðar á fimmtudaginn… nema auðvitað okkar maður :)
-Fair enough, en þín persónuleg skoðun er ekki staðreynd svo það að byggja þín rök á eigin skoðun er bull. Ég byggi á staðreyndum og það sýndi sig og sannaði að allar A-Evrópuþjóðir kusu nágranna sína einnig í aðalkeppnina og þá væntanlega einnig í for-.
V-Eurovision. Jafnvel ekki “eurovision”… Mætti leyfa Ástralíu, Bandaríkjunum, Nýja Sjálandi og fleyri löndum að vera með.
- Heh, fyrst að Túnis, Marokkó, Lebanon, Ísrael, Jórdanía, Líbía (Öll Afrísk/Asísk lönd) mega vera með why not.
það er ekkert samsæri í gangi austur evrópa var bara með betri lög núna. ég meina Finnand vann í fyrra samt var austurevrópa að kjósa NOrðurlöndin sendu öll eitthver ófrumleg wannbe lög í ár og þurfa bara að bíta í það súra epli
-JÆJA þetta er án efa versta úthugsaða svar sem ég hef hér lesið í þessum þræði. Finnland vann bara því það var með Hard Rock/Skrímsla band og catchy tune…fínt lag í rauninni en í ár var ekkert lag sem skar sig uppúr og var gott að mínu mati. En ég tel illa gert að byggja svör á eigin áliti og ætla þá að sýna ykkur tölfræði sem lýgur ekki, og sýnir augljóslega á klíkuskap nágrannaþjóða í Eurovision.
Forkeppnin:Alls tóku 28 lönd þátt, þar af 9 V-Evrópuþjóðir og þá 19 A-Evrópuþjóðir. Af efstu 10 sætunum var ekki ein V-Evrópuþjóð og var sú hæsta, Portúgal í 11. sæti.
Aðalkeppnin:Alls tóku 24 lönd þátt, 4 V-Evrópuþjóðir (England, Spánn, Þýskaland og Frakkland) eru alltaf með vegna fjárframlags og geta gengið hörmulega en komast áfram, það skilur eftir 20 sæti sem skiptast þannig að 10 eru áunnin úr keppninni í fyrra og 10 úr forkeppni. Af þessum 20 sætum voru alls 3 V-Evrópuþjóðir …. 3 þjóðir sem héldu sínu sæti frá því í fyrra en allt annað A-Evrópuþjóðir.
*Trommuslátt takk*
Í Eurovision 2007 af 24 keppendum var EFSTA V-Evrópuþjóðin í …. 17. sæti !!!!
Eina A-þjóðin sem lenti á eftir V-þjóðum var Litháen sem lenti í 21. en annars vermdu V-þjóðirnar ÖLL NEÐSTU sætin.
Ef þetta skýrir ekki þessa keppni í hnotskurn veit ég ekki hvað og sé engan tilgang með að keppa í svoleiðis bull og rugli.