Hér kemur minn dómur eftir fyrstu hlustun á þessi lög.
1 Leiðin liggur heim - Davíð Smári. hljómar einsog eitthvað 70s framlag einhver lands. En gæti komist áfram þó þetta sé drepleiðinlegt.
2 Ég og heilinn minn - Dr gunni. Gríbandi Abba smellur í byrjun og svo endar þetta í fínum barnasmell að hætti doktorsins.
3 Þú tryllir mig - Tilraun til að gera eitthvað techno rokk sem er mjög búið að mínu mati.
4 Villtir Skuggar - Ha er KEANE með í keppninni spyr ég bara.
5 Vetur - Ekki að fara að ógna toppsætunum en ágætt lag.
6 Júnínótt - Ómar hættu nú alveg, fínasta jólalag hér á ferð.
7 Örlagadís - Ágætis lag en ekki minnisstætt eftir hlustun og því virkar það ekki.
8 Bjarta Brosið - Hljómar Baggalútslega.. vinnur á (og þó).
Mín skoðun er að top3 í riðli 2 endi líka sem top 3 á úrslitakvöldinu og þá vonandi í þessari röð (1)Eiki,(2)Jónsi og (3)Friðrik Ómar.