Mig langar aðeins að vita hvað fólki findist um það ef við syngjum á íslensku þetta árið. Það eru komin tíu ár síðan við sungum síðast á íslensku og persónulega finnst mér að það sé alveg kominn tími á að gera það aftur.
Það er ekki eins og tungumálið sé eitthvað að hindra lönd í að komast áfram eins og maður sér með Króatíu, Bosníu, Serbíu og e.t.v. einhver fleiri (þó auðvitað sé þar einhver klíkuskapur á ferð þegar kemur að stigagjöf).
Mér finnst líka að það megi bara leyfa Evrópu að kynnast tungumálinu okkar í staðinn fyrir að vera með einhvern leiðinda týpískan texta á ensku.