tekið úr mbl.is

Morrissey hugsanlega í Eurovision

Morrissey fyrrum söngvari hljómsveitarinnar Smiths hefur lýst yfir áhuga á að taka þátt í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir hönd Englands í vor. Hann mun hafa verið svekktur eftir frammistöðu Daz Sampson í fyrra og spurt BBC af hverju þeir hefðu ekki frekar beðið sig. Nú hefur BBC staðfest að verið er að ræða við Morrisey um að skrifa og flytja lag í næstu söngvakeppni.

Samkvæmt fréttavef BBC er ekki búið að skrifa undir neitt og þar kemur einnig fram að BBC hefur talað við fjölmarga aðra hátt skrifaða tónlistamenn til að reyna að krækja í söngvara sem væri sigurstranglegur í vor.

Þetta er frábært frétt og maður fær svodið að hlakka til eftir Eurovision ef hann taki þátt :Æ