Komiði sæl,
Hafiði vellt fyrir ykkur þessu svokallaða forvali á lögum sem koma til með að keppa um titilinn “Framlag Íslendinga til Eurovision 2007” ?
Þannig er mál með vexti að hver lagahöfundur má aðeins senda inn 3 lög en textahöfundum eru engin takmörk sett. Alls voru 188 lög send til dómnefndar þetta árið.
Eins og flestir sem hafa skoðað listann þetta árið er þetta eins og alltaf. Margir sem hafa verið “áður” og margir sem eiga fleira en eitt lag.
Tilgangurinn með þessum korki er svo sannalega ekki að koma af stað einhverjum leiðindum heldur aðeins að vekja athygli ykkar á þessu.
Hér eru nokkrir punktar sem ég tók saman.
Roland Hartwell
Ást
Ég bjarga þér
Örvænting
Hér á Roland Hartwell 3 lög, kanski bara tilviljun en hann átti 2 eða 3 lög síðast (2006). Einhver sem man eftir því ?
Sveinn Rúnar Sigurðsson
Draumur
Ég les í lófa þínum
Gaman að sjá nýtt nafn, þess ber að geta að Kristján Hreinsson á báða textana.
Torfi Ólafsson
Ekkert án þín
Ekki að minni ósk
Fyrir þig
Aftur nýtt andlit (að ég held) og þess ber einnig að geta að Þorkell Olgeirsson á alla textana.
Trausti Bjarnason
Blómabörn
Segðu mér
Já 2 lög frá honum, hef reyndar ekki heyrt þetta nafn mikið. Hlýtur að vera magnaður höfundur.
Kristján Hreinsson
Húsin hafa augu
Ég les í lófa þínum
Draumur
Villtir skuggar
Leiðin heim
Já Kristján á aðeins fimm texta að þessu sinni, enda góður textasmiður.
Magnús Þór Sigmundsson
Ég hef fengið nóg
Friður
Blómabörn
Aðeins eitt lag eftir Magnús þarna en 2 textar, meistari hér á ferð.
Eins og fyrr hefur komið fram er ekki ætlunin að vera með leiðindi, en fyrir þá sem hafa lesið reglurnar um keppnina þá eiga leyninöfn höfunda með lagi á diski og texta á blaði að berast í sér umslagi og rétt nöfn höfunda ásamt upplýsingum í öðru umslagi.
Nú spyr maður sig hvernig það getur gerst að sumir senda 3 lög og einhvernveginn rata þau öll inn í keppnina þegar heil 188 lög voru send inn ?
Auðvitað eru þetta ekkert annað en asnalegar samsæriskenningar að hætti Spaugstofumanna sem enginn ætti að taka mark á.
Sjálfsagt renna yfir þetta samt :)=
Farinn að horfa poppa fyrir Spaugstofuna.