Tekið af mbl.is

Silvía Nótt mætti ekki á blaðamannafund vegna veikinda
Silvía Nótt, sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Evróvisjón söngvakeppninni, mætti ekki á sameiginlegan blaðamannafund Norðurlandanna í Aþenu í morgun vegna veikinda. Bergþóra Jónsdóttir, blaðamaður Morgunblaðsins sem er stödd úti í Grikklandi, segir Silvíu veika vegna þreytu og álags. „Hún hefur verið undir ofboðslegu álagi, mikil ásókn fjölmiðlafólks í hana þar sem hún hefur sýnt sig. Á blaðamannafundinum á sunnudagskvöldið, sem var fjölsóttasti blaðamannafundur sem söngvari í þessari keppni hefur haldið fram að þessu, var mikil ásókn í hana og allir vilja vita hver Silvía Nótt er. Ég hef það eftir fólki úr íslenska Evróvisjónhópnum að það sé þreyta og álag sem er að fara með hana,“ segir Bergþóra.

Silvía var eini norræni þátttakandinn sem ekki komst á blaðamannafundinn og las fulltrúi íslenska hópsins, Jónatan Garðarsson, upp yfirlýsingu þar sem sagði að hún væri undir eftirliti læknis. Allt yrði gert til að koma henni til heilsu aftur.


Já hvað finnst ykkur um þetta!