Eins og flestir ef ekki allir vita, þá vann hún Ágústa Eva undankeppnina, og fer þá út til Aþenu sem Silvía Nótt í maí.
Það sem ég var að spá í, hvernig ætli henni takist að halda sér í karakter? Stanslaus viðtöl, myndatökur, og allt það, ætli Ágústu takist að leika hana Silvíu stanslaust í heila viku (eða hvað sem þessi tími í Aþenu er langur)?
Ég bíð spenntur, því ef henni tekst þetta, þá mun ég bera virðingu fyrir henni sem leikkonu. Þetta hlýtur að vera erfitt að leika svona karakter lengi í einu, ég get ekki trúað öðru.
Einnig hlakka ég til að sjá sviðsframkomuna í Aþenu, hvernig ætli hún verði? Munu Evrópubúar fá sjokk?
*bíð spenntur eftir maí*