Jæja, nú hefur maður heyrt öll lögin sem taka þátt í forkeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Ég held að lag Silvíu Nætur sé það lag sem á mesta möguleika í Eurovison af þeim íslensku lögum sem komin eru áfram. Það er mjög leiðinlegt að lagið lak út á netið vegna þess að nú er hægt að gera það umdeilt. Ég efast ekki um að það gera einhverjir mál úr þessu eins og fram kemur á mbl.is í kvöld. Það er vonandi að hún fái að halda áfram.
Spurningin sem ég er að velta fyrir mér er þó þessi: nær Silvía Nótt, ef hún fer alla leið til Aþenu, að draga okkur upp úr forkeppninni þar úti? Mér finnst bara mikið atriði að við yfir höfuð komumst í aðalkeppnina í Aþenu.
Ég er vissum að þið eruð með skoðanir á þessu.