Mér finnst síðasta lagið; Strengjadans eiga mestan möguleika á því að ganga vel í Eurovision af þessum átta lögum í kvöld. Fimmta lagið var líka ágætt, svolítið fjörugt. Mér finnst ekki ganga að senda rólegt lag. Hvað finnst ykkur?
Ég hló þegar snillingurinn Ómar Ragnarsson flautaði í miðju laginu.
Ekkert af þessu lögum heillaði mig neitt. Ég var alltaf að dotta yfir hverju einasta lagi.
En ég vill svo benda fólki á að þessi lög verða svo flutt yfir á ensku þegar kemur að aðalkeppninni.
Sá fyrsti sem kom fram var bara með enn eitt vont skítamórallslag. Skítamórall hefur reyndar versnað síðan Einar Águst hætti í hljómsveitinni.
Regína Ósk var með svoldið þjóðlegan fjallasöng og kom bara sterk inn.
Ómar Ragnarson var með besta lagstefið (flautið).
Þessi ljóshærði hommi var með besta stuðlagið en samt heillaði það mig ekki neitt.
Sá síðasti var með lag sem mynti mig á Justin Timberlake boyband lag.
Hin löginn var svona lög sem á heima á krá.
Þetta var bara mitt álit. Það stefnir í enn eitt lúser árið hjá íslenska þjóðinni. Rólegu ballöðu lögin eru bara ekki að gang upp. Ef öll löginn verða svona í aðalkeppninni þá horfi ég ekki á þessa keppni framar.
Ég hef bara aldrei skammast mín svona mikið fyrir að vera íslendingur eins og núna. Guð-minn-góður.
Skársta lagið var nr.1 og ég sá nú bara upprifjunina úr því en hin fannst mér alveg hræðileg sem Eurovision lög. Okei, sum voru ekki SLÆM en ég hef heyrt þau betri og ekkert af þessu passar inn í Eurovision.
Strengjadans var ömurlegt lag! (og hvað er málið með titilinn????????????) Ég held það eigi enga möguleika á að komast e-ð langt… Lagið var bæði hrátt og svo var söngurinn alveg hræðilegur! Gaurinn var ekkert sannfærandi, alveg kraftlaus og hefði bara átt að sleppa því að syngja.. Ég fæ alveg hroll! Hehehe… Mér fannst Regína standa sig ótrúlega vel… Kemur mjög flott út að hafa karla“kór” með svona ótrúlega flottri rödd eins og Regína hefur! Hún söng þetta geðveikt vel og þótt ég hafi eiginlega enga trú á að rólegt lag komist langt þá hef ég pínu trú á þessu lagi… Það var rólegt en samt rosa kröftugt og vel sungið! :)
Málið er að þetta var roslegt “Boyband” lag. Meira að segja lagið(nafnið) virðist vera “innblástur” frá Nsync plötu.
En hvað þarf fyrir slíka formúlu? Sykurstrák, sérstaklega aðalsöngvarann. Og þarna var enginn Justin Timberlake á ferðinni, þess vegna var þetta ekki að ganga upp.
Það eru þvert á móti mörg góð lög þarna. Maður verður að hafa það í huga að eurovision er að mínu mati stefna líkt og kántrý og þessháttar. Ekki dæma þessi lög útfrá því sem þú ert að hlusta á dags daglega, dæmdu þetta útfrá því að þetta er eurovision. Hér er mín spá í þessi lög sem verða á úrslitakv0ldinu http://www.xtreme.is/rocco/?p=200&i=1270
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..