Þetta er alveg líkt en laglínan fer bara ekki alveg sömu leið í báðum lögum og ekki sami vibe heldur sem maður fær af þessu.
Já ég er alveg búinn að hlusta á brotin á þessari síðu þarna á beyp.net. Líka þarna þegar strákurinn tekur bæði lög sjálfur hvort eftir öðru á gítarinn.
Ekki einu sinni þar finnst mér það nógu líkt.
Svo hafa menn talað um að það sé stolið frá “Chop Suey” lagi þeirra System of a Down manna. Ég var einmitt að pæla eftir að hafa hlustað á þetta allt að “We are all to blame” viðlagið sé stolið frá S.o.a.D. laginu og að Eurovision lagið sé ekki nógu líkt hvoru þessa laga til að teljast stolið.
Sammála líka sem Skuggi85 sagði með líkingar við Britney … bara bæði lög með svona mið-austurlaanda laglínu… ekki eins línur. Þetta mið-austurlandadæmi er bara eitthvað sem hefur dúkkað upp í popptónlist undanfarin ár. Man eftir lagi með stelpu sem kallar sit “Truth hurts” , þar var líka svona og það var vinsælt.
Mér fannst lagið hennar Birgittu mun líkara Richard Marx laginu “Right here waiting” heldur en þetta rugl sem er í gangi í ár. Þetta er svona á hverju ári í þessari keppni. Alltaf eitthvað “stolið” og stundum er eitthvað til í því. Mér finnst svo ekki vera í þessu tilviki
Flestir sem ég hef talað við segja að þetta sé ekki nógu líkt Sum 41 til að geta talist stolið. Margir segja alls ekki líkt.
ahh, enga fjandans undirskrift takk :)