Mér fannst persónulega mjög gott að við skildum ekki vinna þegar Selma fór síðast út fyrir okkar hönd því það stendur margt í vegi þess að halda hana hérna.
Í fysta lagi: Þá eigum við ekki neinn stað þar sem væri sniðugt að halda þetta, það er að vísu Laugardalshöll eða Egilshöll en þá kemur að næsta vandamáli.
Í öðru lagi: Þá er ekki rétt að verja mörgum milljónum í að halda Keppnina. Ríkisstjórin á í nægum vandræðum að gefa fjármögn til þeirra sem þurfa á þeim að halda, það væri nú ekki talandi um ef hún færi að spanda milljónum í keppnina og vanrækja þá sem þurfa á aðstoð að halda, t.d. spítalar, skólar, minnihlutahópar, meðferðarheimili og ég gæti haldið áfram.
En Selma má fyrir mér fara út en ég bið þess og vona að hún vinni ekki keppnina. En þó væri gaman að sjá hana fara í eitt að fimm efstu sætunum. Núna bindur maður svo miklar vonir við hana að hún á örugglega eftir að valda okkur íslendingum vonbrigðum.