Hæ öll
Það sem mér fannst um eurovisionlagið var að það var ekki skemmtilegt, hressandi né gott. Textinn var einfaldlega ekki góður meðal við hina textana sem voru sumir hressandi, góðir og náðu því lengra í keppninni. En sum lögin sem náðu lengra voru ekki heldur góð. Til dæmis Serbía-Svartfjallaland sem var í öðru sæti. Á næsta ári vil ég að það verði forkeppni hér á landi því að nú undanfarin ár var forkeppni á Íslandi og sum lögin náðu langt. Eins og All out of luck, með Selmu Björnsdóttur, sem endaði í öðru sæti og Open your heart, sem lenti í níunda sæti með Birgittu Haukdal en þá náðum við miklu fleirri stigum. Jónsi stóð sig ágætlega en það hefði orðið algjör heppni hefði hann unnið með þetta lag í eurovision. Þannig að RÚV ætti að halda forkeppni næst, frekar en velja bara eitthvað lag.