Ég verð bara aðeins að tjá mig um þessa eurovisonkeppni! mér fannst Jónsi standa sig ágætlega en ég hef bara aldrei verið hrifin af laginu Heaven. Það á miklu betra við Jónsa að syngja eitthvað fjörugt og ég vildi að hann hefði sungið eitthvað fjörugra.
Mín uppáhaldslög voru frá Kýpur,Grikklandi,Bosníu-Herzegovinu,Tyrklandi og Úkraínu. Ég varð svo glöð þegar Úkraína vann! ég elskaði það lag! ég get samt ekki skilið hvernig Ruslana gat dansað svona mikið og sungið í einu!
það var verið að gagnrýna Bosníu svo mikið,fyrir djarfa framkomu og eitthvað rugl! mér fannst lagið bara snilld! Svo var gríski gaurinn svo mikið æði! :p
Kynnarnir voru samt óhemju leiðinlegir! þau sögðu ömurlega brandara! Ég ætla bara rétt að vona að það verði skemmtilegri kynnar næst!
En sviðið var æðislegt! það var svo flott! :o)
Í heild var keppnin bara mjög skemmtileg og flott og ég hlakka til að sjá hvernig hún verður á næsta ári!
Þetta er bara mín skoðun,ef þið eruð ósammála henni,skrifið það þá í skoðanir!