Balkansskagi átti þessa keppni algjörlega. Serbía-Svartfjallaland, Albanía, Makedonia, Rúmenía, Króatía Bosnia-Herzegovin, Grikkland og svæðin þar í kring s.s. Tyrkland og Malta voru svo samstíga í atkvæðagreiðslunni að það hálfa væri nóg. Eina ástæðan(fyrir utan slappt lag)fyrir því að við lentum ekki ofar í keppninni var sú að við höfum ekki fleiri nágrannaþjóðir. Við höfum Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Það eru einu “teamin” okkar. Þetta snýst allt um allt um buissness og nágrannaríki.
“Russlanda” fór ábyggilega heimsreisu til að kynna lagið og uppskar af því… vann með 280 stig.

Talan 16 loðir við Íslendinga eins og fluga að ljósi; fengum 16 stig eftir annars sæmilega frammistöðu Jónsa.

Gátu þessir kynnar hugsanlega verið hallærislegri… það er varla hægt. Gaurinn var allann tímann eins og freðinn þorskur og hún var bara basically pirrandi.

Ég er ekki sáttur við Balkansskaga þessa stundina…..