Spurning um smekk.
Þú hefur kannski ekki áttað þig á því en sumir fíla rólega lög. 90% af lögunum í ár eru einmitt róleg lög. Og róleg lög hafa líka unnið Eurovision alveg eins og lög með hraðari takti.
Það er alveg ótrúlegt hvað Íslendingar eru alltaf óánægðir með valið, ég sver það hlutfall af útlendingum sem að fíla lögin okkar er örugglega mjög oft hærra en inni í landinu (kannski af því við tökum keppninni svo alvarlega ?).
Það er t.d. augljóst í dag að útlendingar eru almennt sáttari við lagið okkar en við sjálf, og er verið að spá því ofarlega (breytir engu hvert maður fer á netinu, eiginlega alltaf í topp 10).
Við erum líka alltaf að biðja um eitthvað öðruvísi, ég tel þetta lag einmitt vera öðruvísi en allt sem við höfum sent seinustu árin. ALlir segja bara að það sé týpískt út af því hver söngvarinn er.
Ég varð annars ekkiert brjálæðislega hrifin af þessu lagi fyrst, en byrjaði að fíla það eftir að hafa hlustað á það nokkur skipti. Svo ég viðurkenn að það er ekkert rosalega grípandi en samt sem áður mjög góð ballaða. Ef að Jónsi stendur sig á sviðinu að þá get ég ekki séð annað en að við verðum í topp 5.
Ég fíla reyndar “Open Your Heart” meira, en ég spái þessi lagi betri árangri út af betri staðsetningu í keppninni, og af því að það er ekki jafn týpískt lag.
Eurovision lögin flest öll eru svo mikið rusl í ár að það er nóg að hafa bara ágætt lag til þess að vinna, og ég tel að við gætum alveg haft þetta ágæta lag jafn mikið og nokkrar aðrar þjóðir sem skera sig úr.<br><br>______________________________________________________________________________________________
<b>Fairy power!</