Þessi grein er aðeins byggð á mínum persónulegum skoðunum.
Ég var að horfa á þetta Eurovision framlag Íslendinga núna rétt í þessu í sjónvarpinu og ég verð að segja að þetta lag er ömurlegt!
Þetta er verra en venjulegt formúlerað Eurovisionlag, þetta er væmið og leiðinlegt, svo væmið að maður hreinlega klígjar við þessu.
Jónsi passar hreint ekki við þetta lag, ef eitthvað er á þetta eftir að snarlækka ímyndina hans. Hann ákvað að syngja lagið og fara með það í Eurovision áður en hann heyrði það, en ég er 100% viss um að hann hefði ekki tekið því hefði hann heyrt það fyrst.
Hann sagði sjálfur að í fyrsta skiptið sem hann heyrði lagið hafi hjartað á honum tekið nokkur aukaslög. ?Hvað er ég að gera"?
hugsaði hann en sagðist svo vera sáttur við lagið seinna meir.
Ég spái þessu lagi 0-3 stigum rétt eins og hið væmna lag Angel sem var þó skárra. Hvernig finnst ykkur lagið?
Ég kæri ekki um að mér verði svarað með skítkasti, aðeins að svörin séu málefnaleg.