Jæja.. ég varð nú bara aðeins að gagnrýnast yfir þessari hörmung sem var verið að sýna í þættinum hjá Gísla Martein. Þetta lag á án eftir að toppa þá hörmung sem að Daníel Ágúst fór með út á sínum tíma. Með fullri virðingu fyrir Daníel Ágúst þar sem að mér finnst hann án efa vera helmingi betri söngvari en Jónsi er, og á eftir að verða. Nú er það komið á hreint að ef að við höldum ekki undankeppni í sjónvarpinu fyrir svona keppnir þá eigum við eftir að gera okkur að algjörum fíbblum. Sú ástæða að það sé einfaldlega of dýrt að halda hana á rúv er eitt mesta kjaftæði sem ég hef heyrt, fyrst að maður er nú á annað borð að borga skyldu áskrift af rúv þá væri nú fínt að fá að sjá eitthvað af viti fyrir peningana.

En auðvitað er bjarta hliðin á þessu að það lítur allt út fyrir að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af undankeppni fyrir næstu Eurovision þar sem að Jónsi á eftir að gulltryggja okkur því að öðlast ekki þáttöku í næstu keppni,
takk fyrir það Jón Jóseps!