Mér fannst þetta ömurlegt lag, og ég held að þetta hafi aðallega fengið svona mörg stig út af atriðinu og dansinum.. Það á aldrei að kjósa eftir fólkinu eða hvernig það er á sviðinu eða móralnum í þeim. Bara hvaða þjóð syngur og spilar best og er með besta lagið.
Mér persónulega finnst eini gallinn við Eurovision lög vera þessi þriggja mínótna lengdagildi. Ég þoli ekki stutt lög!
Ég kaus Belgíu vegna þess að mér fannst það æðislegt lag og söngkonan ekkert smá góð og hljóðfæraleikararnir æðislegir.
Mér datt líka í hug að kjósa Eistland og Noreg, en vildi bara kjósa eina þjóð einu sinni. Eistar voru með frábært lag og frábæra hljómsveit og söngvara sem samdi lagið sjálfur. Og Norðmenn með þennan strák sem bæði spilaði og söng einstaklega vel í einu. En mér datt líka í hug að Jostein yrði ofarlega, fengi allavega pottþétt 12 stig frá okkur.
Tyrkneska lagið fannst mér einfaldlega booooring.. ég hef sjaldan hlustað á eins ömurlegt lag, ég hef meira að segja neytt mig til að hlusta á það nokkrum sinnum til að reyna að geðjast við það. En fyrst og fremst var söngkonan ömurleg.. og það skiptir miklu máli. Ég fór einmitt og fékk mér kók í ískápnum stuttu eftir að lagi byrjaði og sagði við vini´mína, æj ég vorkenni þessari, hún hefur verið svoldið stressuð. því ég heyrði ekkert út úr laginu fyrir gauli og fölskum söng eða tilraun til þess. Ég skil ekki hvað hefur hlaupið í evrópubúa!<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i> …Tell me Harry, what exactly is the function of a Rubber Duck??… </i><br><hr> -Mr. Weasley
<b><u>Áhugamál sem ég styð: </b></u>
<font color=“#008000”> Leiklist! </font>
<font color=“#0000FF”> Skjár Einn! </font>
<font color=“#800000”> Dót! </font>
<font color=“#FF0000”> Vinna! </font>
<font color=“#FF00FF”> Heimstónlist!! </font>
Og að sjálfsögðu,
<font color=“#008000”> Tungumál </font> og þess háttar.
<a href="
http://www.hugi.is/hp“> ÞeTtA </a>, <a href=”
http://www.hugi.is/eurovision“> þEtTa </a> og <a href=”
http://www.hugi.is/tonlist"> ÞETTA! </a>er líf mitt í hnotskurn!
Ég DÝRKA Eurovision, Áfram Ísland! .. og Finnland!!