Þetta er nú meira bullið Íslendingar og Norðmenn sakaðir um samsæri í Evróvisjón
Þar sem þetta er copy/paste lét ég þetta á korkana ekki sem grein en lesið þetta bara samt þrátt fyrir það ;)
Er það Íraksstríðinu að kenna eða bara slæmum söng? Bresk dagblöð greinir mjög á um hver sé ástæða þess að framlag Breta í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fékk ekki eitt einasta stig á laugardagskvöldið. Aldrei áður í 47 ára sögu keppninnar hafa Bretar þurft að upplifa það að fá alls ekkert stig. Sagt er að meðlimir dúettsins Jemini, sem flutti framlag Breta í ár, þau Chris Cromby og Gemma Abbey, hafi orðið fyrir áfalli og séu ekki búin að ná sér. Þá viðra fjölmiðlar samsæriskenningar og segja Íslendinga og Norðmenn seka um slíkt.
Í frétt Reuters segir að breskir fjölmiðlar kenni ýmist lélegum tækjabúnaði eða „myrkum pólitískum öflum í Evrópu“ um afhroðið.
Jafnvel stjórnmálamenn voru spurðir álits en Peter Hain, sem fer með málefni Wales í ríkisstjórninni, fór varlega í að tjá sig um málið.
Í frétt Daily Mirror sagði að auðvitað hefði úrslitunum verið hagrætt. Þá sagði í grein blaðsins að blaðamenn hefðu gert tölfræðilega úttekt á stigagjöf undanfarinna ára og hún sannaði m.a. samsærið milli Kýpurs og Grikklands.
Dagblaðið Telegraph, sem þykir fremur hægri sinnað, tók í sama streng og kom fram með þá hugmynd að samsæri hefði verið milli Íslendinga og Norðmanna. „Kannski þetta gagnkvæma klapp á bakið hafi verið tilkomið vegna ákvörðunar Íslendinga um að hefja hvalveiðar að nýju eftir 15 ára hlé,“ segir í frétt blaðsins.
Fregnir af því að skemmdarverk hefðu verið framin á búningsherbergi Jemini á meðan þau voru á sviðinu í Riga ýttu undir grunsemdir um að þau væru fórnarlömb evrópskra stríðsandstæðinga í kjölfar stríðs Breta og Bandaríkjamanna gegn Írak.
Í grein í blaðinu Guardian er þó borin upp sú spurning, hvers vegna bandamennirnir Spánverjar og Ísraelar gáfu Jemini ekki eitt einasta stig ef keppnin snerist bara um pólitík. „Í leit sinni að svari verður þjóðin að horfast í augu við annan möguleika: Lagið okkar var hundlélegt.“
„Það var hræðilegt,“ hefur blaðið The Mirror eftir Louis Walsh, dómara í poppþætti.
Þegar dúettinn lenti aftur á Heathrow-flugvelli vísaði Cromby á bug fullyrðingum um að þau hygðust breyta nafninu í „Núll stig“ en sagði ekki útilokað að næsta hljómplata myndi bera þann titil.
<br><br><font color=“red”><a href="http://www.hugi.is/ego/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&message_page_selected=new_msg&to_user=yrsag“>Skilaboð</a>|<a href=”mailto:yrsa90@hotmail.com“>e-mail</a>|<a href=”http://pb.pentagon.ms/yrsa">Blogg</a></font