Allavega. Þessi keppni var svosem ágæt. skemmtilegir kynnar, skemmtilegt svið (inn í flugskýli, þeir sem ekki tóku eftir því) aðalega fílaði ég sjónvörpin eða hvað sem þetta var sem sviðið var gert út og sýndi himin, plánetur eða eld eftir því hvað tónlistarmenn völdu.
Ég ætla að byrja á laginu umdeilda frá austurríki. Þetta lag átti eftir öllu ekki að fá að taka þátt í keppnini, þeir sem hlustuðu á það tóku eftir að þetta var ekkert annað en remix á gömlu lagi frá einhverju norðurlandana, ef ekki danmörk bara. Er Eurovision annars byrjað að leyfa bara hvað sem er, remix, rip og svo bara beina móðgun við keppnina, eins og ég tók þessu lagi, btw, mér fannst það bara ekkert fyndið. Þetta jafnaðist á við að senda Rúnar Júl út í keppnina í staðin, hann allavega var með frumsamið lag, sama er ekki hægt að segja um Austurríki, skamm á þá. Svo lenti það í, hvað, fjórða eða fimmta sæti! That´s it, búinn að missa áhugann á Eurovision.
Íslendingar stóðu sig eins oh hetjur og fólk í danmörku var stolt af því að sjá íslendinga aftur á sviðinu syngjandi almennilegt lag.
To make a long story short, austurríki sökkaði, Tatu virtist ætla að gera eitthvað gróft en hætti við í miðju kafi, Tyrkland var lélegt, hvað er ég að segja, mér fannst öll lögin léleg nema ísland og svo írland.
Takk fyri
fender HW1 telecaster. champion 600 amp (modded)