Stöðluð keppni
Jæja, ég verð að viðurkenna að mér finnst eurovision dálítið stöðluð keppni. það er ennþá verði að spila eins lög og fyrir 15 árum. Afhverju? Afhverju velja löndin svona lög? Er þetta í raun það sem öllum finnst skemmtilegt? Auðvitað er gaman að fylgjasyt með en vantar ekki meiri tilbreytingu. Botnleðja gerðu sitt til að reyna að gera undantekningu frá eurovision hefðinni. því miður komust þeir ekki. Það hlýtur að koma sá tími að lögin verði skemmtilegri en stigagjöfin en nú er öfugt farið, flest, ég segi ekki öll, en flest lögin finnst mér yfirleitt vonlaus, auðvitað er ekki hægt að ganga eingöngu útfrá mínum smekk því sitt hugsar hver þjóð. en samt eru lögin öll í þessum sama eurovision stíl. Er einmhver sammála mér!?! Vill einhver breyta til ?!?