Jæja, ég er eurovision aðdáandi og er að kálast úr spenningi…(get ekki beðið)
Ég hef verið að flakka eitthvað á netinu (eftir að ég fékk þessa blessuðu sítengingu) og veit núna slatta um eurovision 2003:
Eurovision 2003 verður haldin þann 24.maí í höfuðborg Lettlands,Riga.
Keppnin fer fram í Skonto Hall íþróttahöllinni sem getur tekið um 6000 manns.
Kynnar að þessu sinni verða Marija Naumova (sem sigraði í fyrra og Renars Kaupers (lenti í 3.sæti 2000)
Keppnin er nú haldin í 48 sinn og nú munu 26 lönd keppa um titillin.
Íslenska lagið hefur fengið mjög góða dóma og mér finnst það ekki skrýtið, vegna þess að ég er búin að hlusta á öll lögin og það eru virkilega fá góð lög að mínu mati sem taka þátt þetta árið….
Ég er viss um að Birgittu eigi eftir að ganga vel og…….
Við skulum bara hugsa vel til hennar þann 24:o)