Eurovision “fan” (eins og ég), Ef að þið viljið fá smá forskot á eurovisionkeppnina og heyra lögin sem taka þátt þá vil ég benda ykkur á www.fortuna.is/personal/euro og fyrir þá sem meiga ekki downloada hef ég skrifað smá lista yfir sérkennum lagana.
nr 1, Ísland, segir sig sjálft.(ensku)
nr 2, Austurríki svona lítilfjörlegt lag sem á best heima á barnarásinni, samt öðruvísi.(trúlega Austurrísku)
nr 3, Írland soldið p-popp en samt alveg ok, mæli með þessu fyrir stelpur.(ensku)
nr 4 Tyrkland, frekar hratt og groddalegt lag en samt í þessum Tyrkneska stíl.(enska)
nr 5 Malta, hugljúft og frekar rólegt lag, sungið af stelpu en samt er það sona ok, ekkert fyrir stráka.(ensku)
nr 6 Bosnía Herzegovina,byrjar rólega en poppast ;) svo aðeins nokkurs konar blanda af Britney Spears og rokki.ekkert sérstakt(hef ekki hugmynd, ekki ensku)
nr 7 Portúgal rólegt og væmið lag sungið af konu (Portúgalska, held ég)
nr 8 Króatía popplag í betri kantinum, sungið af konu (útlensku;) )
nr 9 Kýpur Svona bongó trommur og sólarlanda fílingur smá p-popp (enska)
nr 10 Þýskaland fjörugt og hressandi lag nafnið er Lets get happy ef það segir eitthvað (enska)
nr11 Rússland spilar fram hinu heimsfræga lesbíska bandi T.A.T.U..
Sami stíll og í hinum lögum þeirra en hin lögin voru þó aðeins betri fannst mér.(Rússneska)
nr 12 Spánn sami stíll og ævinlega frá Spáni (Banjó) veit ekki hvað ég get sagt, ekki taplag en samt ekki vinningslag.(Spænska)
nr 13 Ísrael Lag með trompetum, bongótrommum o.s.frv. einn söngvari og heill kór til viðbótar (ekki enska)
nr 14 Holland viðlagið fjörugara en lagið sjálft en bæði frekar góð. Svona lag sem fyllir mann einhverri von eða eitthvað (enska)
nr 15 UK (England)byrjar á smá Banjó og trommum en er svona soldið groddalegt en samt ágætis lag (Enska (Auðvitað))
nr 16 Úkraína rólegt lag í byrjun en breytist svo í týpískt eurovision lag. (enska)
nr 17 Grikkland Rólegt lag um konu í ástarsorg. Viðlagið samt ekki eins rólegt.(ensku)
Nú fer þetta að styttast.
nr 18 Noregur væmið lag sungið af karlamanni, Hvað er þetta með Norðmenn þeir lenda í seinasta sæti með væmið lag sungið af karlmanni og senda svo annað (enska)
nr 19 Frakkland hugljúft og sætt lag og…… (Franska)
nr 20 Pólland misheppnuð samstening rámra karlsraddar, kvenmannsraddar og Píanós.(trúlega Póllska)
nr 21 Lettland(á heimavelli)nefmæltur karlmaður syngur með ungri stúlku (heyrist mér) poppað ástarlag um að heilsa frá Mars.(enska)
nr 22 Belgía gamaldags, mjög næstum eins og frá riddaratímanum. (ekki enska)
nr 23 Eistland, nafn á lagi:eighties coming back, samt ekki eighties lag, alls Ekkert sérstakt (enska)
nr 24 Rúmenía techno lag sungið af konu (ensku)
nr 25 Svíþjóð smá abbafílingur, þetta týpíska karl og kona syngja eitthvað ástarlag, samt ekki eins rólegt og önnur.
nr 26 Slóvakía popplag en samt rómó (kona) ekkert sérstakt (enska)
Jæja þarna er ég búin að eyða 40 min í að hlusta á lögin en þar sem lýsingin mátti ekki vera og of löng er þetta ekki mjög nákvæmt.
Vona bara að þið eigið eftir að njóta þess. Munið www.fortuna.is/personal/euro