Í undankeppninni hjá sjónvarpinu voru mörg góð lög en lagið sem Birgitta söngur var“Eurovision vænnt”. Birgitta er ekki í uppáhaldi hjá mér en hún má eiga það að hún syngur vel og ég held að hún verði Íslandi til sóma í keppninni, hún er falleg, það geislar af henni og er eflaust eftir að heilla marga. Lagið er grípandi og venst mjög vel. Gaman hefði verið samt að sjá Botnleðju fara út því að nú eru símakosningar í flestum(eða öllum) löndum og ég held að Botnleðja hefði grætt á því að vera “öðruvísi” líkt og þegar Páll Óskar fór út og fékk flest sín stig frá þeim löndum sem símakosningar fóru fram í.
En hvað finns ykkur um lagið og hvaða sæti spáið þið því?