Ég fór að grúska í gamla plötusafninu mínu og þar fann ég litla plötu sem að bróðir minn gaf mér þegar ég var 6 eða 7 ára.
Þetta var 7 tommu vinyl plata. Gleðibankinn. Á íslensku öðru megin og á ensku hinu megin. Enska útgáfan heitir Bank of fun.
Ég er ekki mikill áhugamaður um Evróvisjón og finnst þessar keppnir og lög frekar leiðinleg. En eitt er gott við Gleðibankann. Besti söngvari okkar íslendinga syngur á henni. Já þungarokkarinn okkar hann ERIC! Eða Eiríkur Hauksson. Sem þandi raddböndim með einni bestu þungarokks hljómsveit sem uppi hefur verið. Norsku hljómsveitinni ARTCH.
En þetta var mitt Eurovisjón innlegg en svona til viðbótar að þá er þessi vinyl plata mín af Gleðibankanum til sölu. Hún er alveg eins og ný. Mjög vel farin