vá það er nú bara eitt að því skemmtilegasta sem ég, eurovision fanið, geri :) Það er að fara í eurovision party. Enda stefni ég á að halda eitt slíkt 24 maí næstkomandi. Vá byrja á að hlusta á gömul eurovision lög, fá sér gott að borða og fá sér bjór á meðan maður bíður eftir því að Birgitta stígi fyrst á svið í Ríka. Reyndar finnst mér leiðinlegt að hún sé fyrst því að ég er hrædd um að þetta verði þá þannig að allir hlusti á hana, að sjálfsögðu, en svo verði bara bið í stigagjöfina. Í staðinn fyrir stemninguna sem fylgir því að bíða eftir laginu OKKAR. En ég hvet alla til að gera sitt besta og mæta í partý og stiðja Birgittu og vona að framburðurinn verði hinn besti :) Með von um að við náum aðeins hærra en næst síðasta sæti. Annars er það ágætis sparnaður fyrir RÚV að vera bara með annað hvert ár, spurning um að sýna almennilega þætti það ár sem við erum ekki með?? :)
Well, smá sona bull frá mér en það má eflaust svara þessu eitthvað :)