Því miður hefur þessi sameiginlega grein okkar stjórnenda dregist á langinn en hér er hún loksins. Að venju stendur S fyrir skoðun Stjörnu4, L fyrir skoðun Lindal og P fyrir skoðun Pinkpajamas.
1. Serbía: Željko Joksimović - Nije Ljubav Stvar
S: Serbar leggja mikið í keppnina þetta ár, lagið er vandað og í myndbandinu sést heil hljómsveit spila lagið. Í keppninni sjálfri verður undirspilið samt sem áður spilað á diski enda er söngurinn það alltaf eina sem er flutt „live. Þó er möguleiki að þeir leyfi einhverju hljóðfæri að sjást á sviðinu :) Þetta lag kom mér virkilega á óvart og mér finnst það mjög flott. Það byrjar rólegra og verður poppaðra eftir því sem líður á. Söngvarinn er líka með æðislega rödd og syngur þetta fullkomlega að mínu mati. Vona að hann muni standi sig eins vel á sviðinu í Baku. Ef svo er, þá er þetta algjörlega skothellt. -8,5
L: Greinilega er mikið lagt í lagið. Þarna er heil sinfóníuhljómsveit ásamt mörgum öðrum hljómfæraleikurum. Góð spurning er hvernig þetta verður tæklað á sviðinu í Baku. Lagið er mjög flott þó svo að lagið var ekkert sérstakt í byrjun – 8
P: 8 - Þetta lag greip mig við fyrstu hlustun og flytjandinn er gæddur persónutöfrum sem hjálpa á sviðinu. Ég verð þó að segja að af flottustu lögunum í ár venst þetta verst. Því meira sem ég hlusta á lagið því leiðinlegra finnst mér það vera. Serbía flýgur samt upp úr undankeppninni þó ég telji það ekki vera mjög sigurstranglegt.
2. Makedónía: Kaliopi - Crno i Belo
S: Lagið byrjar frekar rólega, aðeins á píanóspili og rödd söngkonunar. Mér fannst píanómelódían mjög flott en var ekki eins hrifin af söngkonunni. Eftir u.þ.b. eina mínútu gjörbreytist lagið alveg úr rólegri ballöðu í rokk. Þetta er í raun svipuð formúla og í serbnemska laginu en í staðin fyrir popp fara þau út í rokk. Þá fannst mér rödd söngkonunnar hæfa laginu mjög vel. Á heildina litið fannst mér lagið mjög flott og skemmtileg viðbót í keppnina. -8,5.
L: Eins og hefur örugglega komið fram er ég ekki mikil rokkmanneskja. Þó koma lög sem eru við mitt hæfi og þetta er þetta eitt þeirra. Þetta er greinilega virkilega góð söngkona því hún getur sungið rólegt og hugljúft lag og smátt og smátt farið mjög hátt án þess að breytingar verði á gæðum lagsins. Auk þess nýtir hún röddina sína virkilega vel, getur ekki hver sem er nýtt röddina svona vel – 9
P: 6.5 - Svaka flott söngkona hér á ferðinni með alveg ótrúlega rödd. Hún flytur lagið mjög vel og þó að það fari aldrei eins langt og maður myndi vona þá er þetta alveg ágætis smellur frá Makedóníu. Maður veit aldrei hvað það fer langt en ég myndi ekki verða spældur ef það færi áfram, Makedónía hefur mörgu sinnum rétt komist upp úr undanriðlinum með því að lenda í tíunda sæti í þeirri keppni, og gæti vel gert það enn á ný í ár.
3. Holland: Joan - You And Me
S: Greyið hollendingum gengur yfirleitt ekki vel í Eurovision. Þegar byrjaði að horfa á videóið hélt ég að þeir væru með eitthvað grín í ár þar sem stelpan á sviðinu stóð frekar vandræðaleg ein á sviðinu með gítar klædd eins og indjánahöfðingi. Síðar kom í ljós að þetta var ekkert grín og fljótlega bættust við fleiri stelpur klæddar upp eins og indjánar úr Pocahontas. Þetta er mjög sætt lag hjá þeim og mér fannst aðalsöngkonan skemmtilega hógvær og með fína útgeislun þó mér hafi þótt hún frekar vandræðaleg í upphafi. Ég skil hinsvegar ekki afhverju þær eru hafðar í indjánabúningum. Lagið er alls ekki indjánalegt og búningarnir gera yfirbragðið allt kjánalegt. Ef þau myndu breyta um umgjörð yrði atriðið strax miklu betra. Þó mér líki vel við lagið er ég samt ekki mjög bjartsýn á að þau muni komast áfram. -7,5 stig.
L: Voða fallegt lag með ennþá fallegri bakrunni. Skemmtilegur kántrýstíll á laginu og hún nýtir röddina sína nokkuð vel – 8
P: 8 - Hollendingar þóttu áður fyrr vera snillingar í Eurovision og unnu keppnina aftur og aftur, en hafa nú ekki gert það í hátt í fjörutíu ár. Einnig hafa þeir ekki lent í topp fimm eða topp tíu síðan á síðustu öld. Í ár tel ég þó að það sé möguleiki á því að það breytist enda er nú loksins eitthvað almennilegt lag á ferðinni. Stelpan sem singur er ansi sæt og sjarmerandi og röddin hennar er mjög áhugaverð. Lag og texti eru mjög krúttleg og værum við í þessum riðli væri það þetta lag sem ég myndi kjósa. Ég mæli með því að fólk horfi á viðtöl við hana enda er hún enn meira heillandi þar.
4. Malta: Kurt Calleja - This is the night
S: Ósköp dæmigert popplag hér á ferð, mér finnst ég hafa heyrt textann þúsund sinnum. Samt sem áður er lagið ekkert svo slæmt þó það sé ófrumlegt. Það er allavegana mjög jákvætt og alveg nokkuð skemmtilegt. Ég hlakka allavegana alveg til að sjá þetta live á sviði. – 7 stig.
L: Fátt hægt að segja. Þetta er vel poppað og skemmtilegt lag sem verður mjög líklega mjög skemmtilegt á sviði - 9
P: 4 - Malta hefur sjaldan verið sigursælt í keppninni og þó að eyjan litla hafi oft hafnað í efstu tíu sætunum, hafa lögin þeirra slaknað á síðustu árum. Fyrir land þar sem að Eurovision áhugi er í hámarki þá ætti maður nú von á því að sjá einhver flottari lög. "This is the Night," minnti mig á blöndu af laginu "I Do" frá 2006 og því gríska "This is Our Night" frá árinu 2009. Það er kominn tími til að Malta hætti að senda inn sama lagið ár eftir ár af því að það hefur sýnt sig að Europop formúlan virkar ekki eins vel og hún gerði áður fyrr.
5. Hvíta Rússland: Litesound - We Are The Heroes
S: Hvaða búningaþema er í gangi í ár? Þessir gaurar eru klæddir í einhverskonar ofurhetju, geim, leður búninga. Mér finnst búningarnir ekkert flottir og finnst þetta lag bara ekkert sérstakt. Það er mjög leiðingjant þegar maður hlustar á það en gleymist síðan strax eftir hlustun. Aðalsöngvarinn er nokkuð sætur, hugsa það sé eini kosturinn við þetta atriði. 3 stig.
L: Því miður eru Hvíta Rússar fremu óheppnir með staðsetningu í keppninni í ár. Finnst þetta lag vera allt of líkt hinu svo bæði lögin verða mjög leiðinleg. Mér finnst e-ð leiðinlegt við þetta lag þó ég veit ekki hvað það er - 5
P: 2 - Ár eftir ár er Hvíta-Rússland annað hvort hlægilegt eða hundleiðinlegt, og í ár hafa þeir náð að blanda þessum tveimur hlutum saman. Lagið er ekki bara kvöl að hlusta á heldur er flutningurinn svo lélegur að setningir "we're gonna hit them all" hljómar eins og "we've got to hit the mall." Enn eitt árið í röð sitja Hvíta-Rússar eftir í undankeppninni, og enginn mun sakna þeirra í aðalkeppninni, það eitt er víst.
6. Portúgal: Filipa Sousa - Vida Minha
S: Þetta virðist vera sterk söngkona en lagið er því miður ekkert sérstakt að mínu mati. 3,5 stig.
L: Finnst þetta bara vera einfaldlega leiðinlegt lag. Ekki man ég eftir því að lag hafi verið svo lélegt að ég hafi spólað í gegnum það en ég geri það hér – 1
P: 7 - Portúgal hefur aldrei hafnað hærra en í sjötta sæti, en á síðustu árum hafa þeir sent inn mjög stórar sögur fluttar af mjög stórum konum með stórar raddir. Söngkona þeirra í ár er mjög hæfileikarík og lagið er með grípandi lag. Portúgalskan er falleg og þó þetta sé ekki eins flott og lagið þeirra frá árinu 2008 er þetta sterk ballaða. Ég efa samt að Portúgal komist áfram vegna þess að þeir flytja lagið svo snemma í keppninni og þeir eiga enga vini í sínum riðli.
7. Úkraína: Gaitana - Be My Guest
S: Hér er á ferð er mikið stuðlag og er það bara nokkuð skemmtilegt. Það er samt eitthvað við rödd söngkonunar sem fer pínu í mig, en það venst kannski. 7,5 stig.
L: Mér finnst myndbandið fremur „cheap“. Ekki virtist hafa verið lögð mikil vinna í það því það einfaldlega hratt flett á milli óspennandi myndbrota. Annars er lagið fínt til að hlusta á en ég hef ekki mikla trú á því á sviði. Svo tekst henni að mynda tón sem mér líkar hrikalega illa við – 7
P: 3 - Úkraína er vanalega með áhugaverð lög ár eftir ár, frá Ruslönu og Verku Serduchku til Ani Lorak og Miku Newton, hefur það vanalega verið eina landið sem maður getur reynt á að er með gott lag enn og aftur. Svo er ekki í ár en lagið "Be My Guest" er aðallega þreytandi og ég ætla bara að hrósa þeim sem hafa haft þolinmæðina í það að hlusta á lagið í heild sinni.
8. Búlgaría: Sofi Marinova - Love Unlimited
S: Það eru greinilega mörg popplög í ár því hér kemur enn eitt popplagið. Það er samt sem áður kannski ekki skrýtið þar sem lög keppninar litast oftar en ekki af sigurlaginu árinu áður. Þetta popplag frá Búlgaríu er samt sem áður að mínu mati alls ekkert sérstakt, melódían er ekki nógu sterk og einnig finnst mér lagið frekar gamaldags. Það allavegana vantar eitthvað í það. 5,5 stig.
L: Það er svolítill Innu stíll á laginu. Lagið er fínt en mér finnst söngurinn við það ekki vera góður – 6
P: 2 - Lítið fannst mér varið í þetta lag þegar ég heyrði það fyrst en eftir að ég sá það flutt á sviðinu er það alveg ómögulegt að Búlgaría komist áfram upp úr þessum riðli. Aðeins einu sinni hefur Búlgaría náð efstu tíu sætunum í undankeppninni og það lítur ekki út fyrir það að það muni endurtaka sig í ár enda er þetta alveg ómögulegt lag. Á meðan að líflegar myndir spila í bakgrunninum og lagið verður líflegra, virkar söngkonan alltaf jafn þreytt á því að syngja lagið. Hún virðist reyna að syngja það eins fljótt og hægt er svo hún geti verið búin með þetta og stendur í stað allan tímann.
9. Slóvenía: Eva Boto – Verjamem
S: Ég veit eiginlega ekki hvað mér á að finnast um þetta lag. Aðalsöngkonan virðist vera hörku góð söngkona, þetta er frekar dramartískt lag og ljóst að þeim er fullalvara með þessu atriði. Samt fannst mér þetta allt frekar hlægilegt vegna bakraddasöngkvennanna. Þær bera svakalega stórt og mikið höfuðfat og gera þær yfirbragðið á atriðinu frekar skondið, sem passar engan vegin við lagið sjálft. Einnig fannst mér fyndið þegar áhorfendurnir fögnuðu ákaft í kaflanum þegar bakraddasöngkonurnar sungu einar. Mér fannst lítið samræmi í þeim og laglínan þeirra mjög slæm. Ég myndi vilja sleppa bakraddasöngkonunum og hafa í stað þess bara eina bakraddasöngkonu sem syngur „a-ið“ með aðalsöngkonuninni. Síðan myndi ég vilja setja þau í flottari búninga. Þá væri þetta mjög flott því lagið í sjálfu sér er ekki það slæmt. Bakraddasögnkonurnar og búningarnir draga þetta bara allverulega niður. 6,5 stig.
L: Myndbandið er einstaklega flott þótt það sé tekið live. Lagið er ótrúleg fallegt og svolítill ævintýrastíll á því – 7
P: 7 - Flott ballaða og flott söngkona sem singur. Slóvenskan er mjög falleg og það er smá þjóðlagakeimur í öllu þessu. Ég á von á því að þeir komist áfram í ár.
10. Króatía: Nina Badrić – Nebo
S: Það er bara ekkert sérstakt við þetta lag. Ég get ekki einu sinni sungið laglínuna þrátt fyrir að vera nýbúin að hlusta á það, en það er ekki góðs viti fyrir lag sem keppir í Eurovision. Myndbandið fangaði samt athygli mína, en þar eru svífa hálf-naktir karlmenn um. Mér fannst það frekar skondið. Ætli þeir verði með henni á sviðinu? 3 stig.
L: Nokkuð hugljúft lag. Myndbandið er voða skrítið.Vantar allan kraft. Annað get ég ekki sagt – 4
P: 5 - Viðlagið er nokkuð grípandi og venst betur með hverri hlustun en restin af laginu er hundleiðinlegt. Þetta er ekki nærrum því eins gott og fyrrum lög hafa verið hjá Króatíu, þar á meðal "Lako je sve" sem að komst ekki einu sinni upp úr undanriðlinum.
11. Svíþjóð: Loreen – Euphoria
S: Þetta er dæmi um almennilegt popplag! Mér finnst þetta ofboðslega flott lag en því er líka spáð mjög góðu gengi þetta árið. Það er bæði skemmtilegt og grípandi. Ég vona þó að öll umgjörð á sviðinu verði flottari, mér fannst t.d. lýsingin ekki gera sig. En lagið er þrusu gott og ég væri mjög sátt ef þetta yrði sigurlagið í ár. 9,5 stig.
L: Áður en geisladiskurinn kemur út fer bara brota brot af lögunum inn á tónlistarspilarann minn. Þetta er eitt þeirra laga sem eru svo góð að ég get ekki beðið eftir geisladiskinum. Söngkonan hefur góða og kraftmikla rödd og er glæsileg á sviðsframkomu. Yrði ekki hissa ef lagið myndi vinna – 10
P: 9 - Þó að ég sé ekki eins heillaður af þessu lagi og allir aðrið virðast vera þá er þetta mjög flott popplag. Söngurinn er frábær og danshreyfingarnar eru flottar. Ég myndi ekki verða fyrir vonbrigðum ef þetta lag vinnur í ár. Stokkhólmur 2013?
12. Georgía: Anri Jokhadze - I'm A Joker
S: Þetta lag kom mér á óvart. Mér leist ekki mjög vel á það til að byrja með en það breyttist fljótt. Lagið er bæði grípandi og hresst. Það býr kannski ekki mikið að baki, en það er líka allt í lagi stundum. Ég tók samt eftir því að á myndbandinu sem er hlaðið upp af Eurovision-síðunni hefur á þessari stundu fengið 638 like og 1032 dislike. Einnig voru mörg slæmar athugasemdir í garð þessa lags. Ég skil það ekki alveg. Getur það verið af því þetta er merkingarlaust popplag, lítið varið í textann, konurnar í myndbandinu eru gerðar að kyntáknum og söngvarinn syngur að hann sé „womaizer“ (ísl. kvennabósi)? Varla. Það eru ógrynni laga í Eurovision sem eru nákvæmlega svona en hljóta samt mikillar velgengni. Afhverju er þetta svona óvinsælt? Getur einhver frætt mig? Þrátt fyrir miklar óvinsældir og þrátt fyrir að myndbandið sé frekar lélegt finnst mér lagið sjálft bara nokkuð skemmtilegt og vona það verði flott á sviðinu. -7 stig.
L: Lagið að vísu er kannsku flott en ekki beint e-ð sem ég myndi kenna að hlusta á – 3
P: 2 - Það er ansi lítið sem hægt er að segja um Georgíumenn. Stundum hafa þeir verið mjög flottir eins og árið 2008, en í ár eru þeir með lag sem er næstum því eins ömurlegt og það sem var dæmt úr leik árið 2009 ("We don't wanna put in.") Ég mæli með því að áhorfendur taki sér pissupásu þegar þetta lag gengur sinn gang, þá getur maður verið viss um að maður sé ekki að missa af neinu.
13. Tyrkland: Can Bonomo - Love Me Back
S: Tyrkjar senda inn popplag með þjóðlegum keim. Strákurinn sem syngur lagið er mjög unglegur, lítur út fyrir að vera í 17-18 ára. Lagið er samt sem áður alls ekkert sérstakt og er eiginlega bara mjög leiðinlegt að mínu mati. 3,5 stig
L: Í stuttu máli finnst mér lagið fremur leiðinlegt og eiginlega bara hallærislegt þó svo að það sé skemmtilega þjóðlegur keimur af laginu - 2
P: 6 - Það kom mörgum á óvart í fyrra þegar Tyrkir komust ekki áfram úr undankeppninni og voru þess vegna ekki meðal topp tíu lagana í fyrsta sinn í fimm ár (þegar þeir höfðu lent í ellefta.) Í ár senda þeir popplag sungið af karlmanni og þó að ég eigi von á því að þeir komist áfram verða þeir ekki jafn hátt uppi og þeir hafa verið undanfarin ár.
14. Eistland: Ott Lepland – Kuula
S: Mjög falleg ballaða. Ég vona svo innilega að söngvarinn syngi eins vel „live“ og hann gerir í myndbandinu. Orðið „kuula“ (kúla) kemur mjög oft fyrir í laginu og ég var orðin mjög forvitin að vita hvað það orð þýddi, en það þýðir listen eða hlustaðu. 8,5 stig
L: Rólegt, hugljúft og flott lag. Þó situr í huga mér hvað þetta „Kuula“ (is. hlustaðu) eigi að merkja í laginu, þ.e. hvað eigum við að hlusta eftir? – 8
P: 6 - Söngvarinn er flottur og lagið er ekkert slæmt. Samt finnst mér það aldrei grípa mann eins og það ætti að gera og ég held að það gæti vel gleymst í huga fólks þegar farið verður að kjósa.
15.Slóvakía: Max Jason Mai - Don't close your eyes
S: Slóvakar senda inn hörku rokklag í keppnina! Mér leist ekkert á þetta fyrstu sekúndurnar, ég hélt að þetta yrði svakalega hart rokklag með tilheyrandi öskrum. Rokklag er þetta jú, en engin öskur heldur góður söngur hjá söngvaranum. Myndbandið er af þeim að taka upp myndband fyrir keppnina. Þar er strákurinn algjör ljúflingur, brosir mikið og hlýjar stelpunni sem er að leika í myndbandinu, sem er sennilega allt sviðsett en það kemur samt vel út. Já..það er eitthvað við þetta. Mér finnst bæði lagið mjög gott og strákurinn hefur mikinn sjarma. Vona þetta verði vel flutt á sviðinu. 9 stig.
L: Þarna kemur rokklag sem mér líka ekki við. Þó er myndbandið nokkuð flott. Þessi drengur hefur e-ð komið inn á áhugamálið áður en ég sjálfur myndi gefa útlinu hans hærri einkunn en laginu - 6
P: 4 - Lagið er leiðinlegt, flytjandinn ómerkilegur, og textinn (það sem hægt er að skilja vegna þess að Max Jason Mai er ekki góður í ensku) hlægilegur. Slóvakía verður enn einu sinni enn eftir í undankeppninni.
16. Noregur: Tooji – Stay
S: Rosalega eru norðurlandaþjóðirnar að senda inn góð lög í ár! Þetta lag hefur að mínu mati allt sem Eurvision-lag þarf að hafa! Sætur strákur, grípandi laglína, flottir dansarar! Þetta popplag ber smá austurlenskan keim, en það er bara allt í lagi! Þetta er með uppáhalds lögunum mínum í ár. 10 stig.
L: Get ekki sagt annað en þetta er ofboðslega flott lag frá norðmönnum í ár og á myndbandinu má sjá að þeir eru rosalega flottir á sviði – 9
P: 8 - Í fyrra sendu Norðmenn inflytjanda frá Kenýa og í ár er það Tooji frá Íran sem stígur á svið fyrir þeirra hönd. Þó að textinn sé ekkert sérstakur er líf í laginu og hann flytur það vel. Sviðsframkoma hans og bakraddana er mjög sterk og viðlagið sjálft grípandi. Þetta flýgur upp úr undankeppninni án efa.
17. Bosnía og Hersegóvína: Maya Sar - Korake Ti Znam
S: Fyrst fannst mér þetta ekkert sérstakt...sennilega vegna þess að ég var enn í stuði eftir að hafa heyrt norska lagið! En þegar ég fór að hlusta betur heyrði ég að þetta er mjög fallegt lag. Myndbandið var einnig mjög fallegt og vel gert. En þrátt fyrir þetta er lagið er samt sem áður ekki nógu sterkt og gleymist fljótt. 6 stig
L: Myndbandið er mjög sérstakt að köflum þó svo að sumt er mjög flott, t.d. er ég ekki alveg að skilja málið með þennan asna. Söngkonan er nokkuð góð en til að standa uppúr í svona keppni þarftu e-ð meira – 5
P: 3 - Hér er á ferðinni lag sem vill verða mikið meira en það er í raun og veru. Reyndar væri lag um hversu gott þetta lag vill vera mun betra en lagið sjálft. Það sem átti að vera falleg ballaða varð að þriggja mínútna rauli einhverra stelpu sem að sýnir píanóinu sínu meiri áhuga og einbeitingu heldur en söngnum sjálfum. Þetta er meðal leiðinlegri Eurovision lögum sem ég hef heyrt í fleiri ár.
18. Litháen: Donny Montell - Love is blind
S: Núna varð ég hissa! Þegar lagið byrjaði hugsaði ég „æi nei...en ein léleg ástar-ballaða“. Þetta reyndist hinsvegar vera mjög flott flag. Það byrjar mjög rólega og lítur út fyrir að ætla að verða mjög róleg ballaða en smám saman tekur það breytingum og verður poppaðra. Strákurinn sem syngur lagið syngur það meiriháttar vel og sviðsframkoma hans er einnig algjörlega upp á tíu! Ég hef yfirleitt ekki verið ánægð með framlag litháa en þetta er algjörlega til fyrirmyndar! 8,5 stig.
L: Erfitt er að verða á eftir svo flottu lagi eins og Svíar koma með í ár. Ég var um það bil að skrifa virkilega leiðinlega dóm þegar lagið breyttist skyndilega til batnaðar úr lélegri ballöðu í flott popplag. Þó vantar herslumuninn sem kemur vonandi á sviði – 7,5
P: 4 - Þetta er frekar lélegt popplag sem vill hafa mikið meiri áhrif á þig en það gerir í raun og veru. Ef ekki væri fyrir þennan klút á hausnum á manninum hefði enginn horft á myndbandið frá byrjun til enda, ég get að minnsta kosti ekki ímyndað mér að þurfa að hlusta á það aftur.
= = = = = = = = = = = =
1. Bretland: Engelbert Humperdinck - Love Will Set You Free
S: Þetta er mjög fallegt og vandað lag hjá bretum. Söngvarinn sem er eldri maður hefur mjög flotta rödd og syngur af mjög miklum krafti. 8 stig.
L: Þetta á að vera ofboðslega þekktur maður. Þó hef ég ekki heyrt um hann fyrr en ég sá fréttina um að hann yrði þáttakandi Breta. Ég fór á stúfana og hann á víst að vera þekktur fyrir þekktar ástarballöður og er þá samkeppni við Grétu og Jónsa. Lagið er nokkuð hugljúft og á tímabilum skemmtilegur Disney laga bragur á laginu – 8
P: 9 - Flottur söngvari og fallegur texti. Engelbert Humperdinck er, eins og sést á honum, mjög reyndur söngvari og stígur fyrst á svið næsta laugardagskvöld og verður án efa eftirminnilegur. Loksins eru Bretarnir farnir að gera þetta rétt, við vorum orðin ansi hrædd eftir þeir sendu inn lög eins og "Teenage Life" og "Flying a Flag."
2. Frakkland: Anggun - Echo (You And I)
S: Mjög flott og draumkennt popplag! Myndbandið var mjög áhugavert. Hermenn koma inn á færibandi og söngkonan fylgist með þeim gera ýmis verk eins og fara í sjónpróf, sauma, strauja og spranga um á nærbuxunum með gasgrímur! Vægast sagt skrýtið myndband en mér fannst það í þessu tilviki virka. Ég er satt að segja mjög hrifin af þessu en ég er hrædd um að þetta lag muni ekki fá verðskuldaða athygli og muni því ekki ná langt. Sem er mikil synd því lagið er flott! 9,5
L: Vá, ég veit ekki hvað ég get sagt. Frakkar hafa ekki beint verið í uppáhaldi hjá mér en þetta lag slær í gegn. Myndbandið er einstaklega sérstakt og þar sést greinilega hvernig kynjaímyndunum er snúið við. Þó finnst mér á tímabili þetta líta út eins og skop að Hitler og verkum hans. Gaman væri þó að fá svör við hvað textinn þýddi og þetta myndræna í myndbandinu – 9,5
P: 6 - Frakkar hafa verið með dálítið "comeback" í Eurovision á síðustu árum enda hafa þeir loksins verið að senda inn einhver almennileg lög, samt finnst mér þetta lag ekki eins flott og flestum öðrum. Ekki er það neitt sérstaklega grípandi né er eitthvað gaman að textanum. Söngkonan er þó ansi góð og syngur lagið vel. Það er þó ekki síðasta sætið í ár fyrir Frakka.
3. Ítalía: Nina Zilli - L'Amore È Femmina (Out Of Love)
S: Það er svo gaman að Ítalir séu með í Eurovision enn á ný :) Lagið sem þeir sentu í fyrra var mjög fínt að mínu mati. Mér finnst söngkonan sem Ítalir senda nú í ár með alveg ofboðslega flotta rödd! Ég hlustaði líka á hana syngja „live“ og hún gerði það mjög vel! Lagið er bara mjög fínt. Það gæti reyndar verið betra en það er allt í lagi því söngkonan bætir það algjörlega upp. 8 stig
L: Miðað við hvernig Ítalir standa sig eftir að hafa komið inn í keppnina hafa þeir greinilega byrgt sig upp að góðum lögum. Lagið virðist fremur óspennandi fyrst en svo verður það fremur grípandi „boom bomm“ – 8
P: 9 - Þetta er enn eitt lagið sem að greip mig ekki um leið en hefur síðan vanist mjög vel eftir meiri hlustun. Þetta er orðið eitt af uppáhaldslögunum mínum í ár og djassómarnir í því eru heillandi. Nina Zilli er mjög hæfileikarík og reynd söngkona enda var hún valin fyrir keppnina í gegnum Sanremo tónlistarhátíðina. Ég spái Ítalíu góðu gengi í ár.
4. Azerbaijan: Sabina Babayeva - When The Music Dies
S: Mikið ofboðslega er þetta nú leiðinlegt lag. Jú, söngkonan syngur vel (í myndbandinu amk.) en það er að mínu mati það eina jákvæða við þetta lag. 1 stig.
L: Myndbandið við lagið er flott og söngkonan góð en annars er ekkert merkilegt við lagið. Satt að segja gleymdi ég mér í öðru þar sem lagið var ekki beint spennandi – 2
P: 6 - Þetta lag fannst mér ótrúlega hallærislegt til að byrja með en eftir meiri hlustun hef ég náð að venjast því aðeins meira. Aserbaídsjan hefur aldrei hafnað lægra en í áttunda sæti, en ég á von á því að það breytist í ár. Söngkonan er þó fantagóð og syngur alveg eins og engill. Ég myndi spá þessu 10.-12. sæti í ár.
5. Spánn: Pastora Soler - Quédate Conmigo
S: Æ, önnur leiðinleg ballaða. Sé ekkert sérstakt við þetta lag nema jú, söngkonan virðist syngja þetta vel. 1 stig.
L: Því miður er enginn áhugi á þessu lagi eftir framlag Azerbaijan - 1
P: 10 - Með bestu lögunum í ár. Pastora er án efa besta söngkonan í keppninni í ár og ég fékk gæsahúð þegar ég heyrði hana syngja háu nóturnar. Hún er enn betri á sviði heldur hún er í myndbandinu og textinn er mjög fallegur.
6. Þýskaland: Roman Lob - Standing Still
S: Nokkuð fallegt lag hjá Þýskalandi. Það venst ótrúlega vel en ég er þó hrædd um að það muni ekki fá mikla athygli. Maður veit þó aldrei. Mér líkar allavegana ekki illa við lagið þó það sé heldur ekki með mínum uppáhalds í ár. 7 stig.
L: Þegar maður heyrir byrjun lagsins hugsar maður „plís ekki ein léleg ballaða til viðbótar“. Lagið brást ekki vonum mínum og er fremur skemmtilegt enda hafa Þjóðverjar ekki brugðist vonum mínum - 7
1. Serbía: Željko Joksimović - Nije Ljubav Stvar
S: Serbar leggja mikið í keppnina þetta ár, lagið er vandað og í myndbandinu sést heil hljómsveit spila lagið. Í keppninni sjálfri verður undirspilið samt sem áður spilað á diski enda er söngurinn það alltaf eina sem er flutt „live. Þó er möguleiki að þeir leyfi einhverju hljóðfæri að sjást á sviðinu :) Þetta lag kom mér virkilega á óvart og mér finnst það mjög flott. Það byrjar rólegra og verður poppaðra eftir því sem líður á. Söngvarinn er líka með æðislega rödd og syngur þetta fullkomlega að mínu mati. Vona að hann muni standi sig eins vel á sviðinu í Baku. Ef svo er, þá er þetta algjörlega skothellt. -8,5
L: Greinilega er mikið lagt í lagið. Þarna er heil sinfóníuhljómsveit ásamt mörgum öðrum hljómfæraleikurum. Góð spurning er hvernig þetta verður tæklað á sviðinu í Baku. Lagið er mjög flott þó svo að lagið var ekkert sérstakt í byrjun – 8
P: 8 - Þetta lag greip mig við fyrstu hlustun og flytjandinn er gæddur persónutöfrum sem hjálpa á sviðinu. Ég verð þó að segja að af flottustu lögunum í ár venst þetta verst. Því meira sem ég hlusta á lagið því leiðinlegra finnst mér það vera. Serbía flýgur samt upp úr undankeppninni þó ég telji það ekki vera mjög sigurstranglegt.
2. Makedónía: Kaliopi - Crno i Belo
S: Lagið byrjar frekar rólega, aðeins á píanóspili og rödd söngkonunar. Mér fannst píanómelódían mjög flott en var ekki eins hrifin af söngkonunni. Eftir u.þ.b. eina mínútu gjörbreytist lagið alveg úr rólegri ballöðu í rokk. Þetta er í raun svipuð formúla og í serbnemska laginu en í staðin fyrir popp fara þau út í rokk. Þá fannst mér rödd söngkonunnar hæfa laginu mjög vel. Á heildina litið fannst mér lagið mjög flott og skemmtileg viðbót í keppnina. -8,5.
L: Eins og hefur örugglega komið fram er ég ekki mikil rokkmanneskja. Þó koma lög sem eru við mitt hæfi og þetta er þetta eitt þeirra. Þetta er greinilega virkilega góð söngkona því hún getur sungið rólegt og hugljúft lag og smátt og smátt farið mjög hátt án þess að breytingar verði á gæðum lagsins. Auk þess nýtir hún röddina sína virkilega vel, getur ekki hver sem er nýtt röddina svona vel – 9
P: 6.5 - Svaka flott söngkona hér á ferðinni með alveg ótrúlega rödd. Hún flytur lagið mjög vel og þó að það fari aldrei eins langt og maður myndi vona þá er þetta alveg ágætis smellur frá Makedóníu. Maður veit aldrei hvað það fer langt en ég myndi ekki verða spældur ef það færi áfram, Makedónía hefur mörgu sinnum rétt komist upp úr undanriðlinum með því að lenda í tíunda sæti í þeirri keppni, og gæti vel gert það enn á ný í ár.
3. Holland: Joan - You And Me
S: Greyið hollendingum gengur yfirleitt ekki vel í Eurovision. Þegar byrjaði að horfa á videóið hélt ég að þeir væru með eitthvað grín í ár þar sem stelpan á sviðinu stóð frekar vandræðaleg ein á sviðinu með gítar klædd eins og indjánahöfðingi. Síðar kom í ljós að þetta var ekkert grín og fljótlega bættust við fleiri stelpur klæddar upp eins og indjánar úr Pocahontas. Þetta er mjög sætt lag hjá þeim og mér fannst aðalsöngkonan skemmtilega hógvær og með fína útgeislun þó mér hafi þótt hún frekar vandræðaleg í upphafi. Ég skil hinsvegar ekki afhverju þær eru hafðar í indjánabúningum. Lagið er alls ekki indjánalegt og búningarnir gera yfirbragðið allt kjánalegt. Ef þau myndu breyta um umgjörð yrði atriðið strax miklu betra. Þó mér líki vel við lagið er ég samt ekki mjög bjartsýn á að þau muni komast áfram. -7,5 stig.
L: Voða fallegt lag með ennþá fallegri bakrunni. Skemmtilegur kántrýstíll á laginu og hún nýtir röddina sína nokkuð vel – 8
P: 8 - Hollendingar þóttu áður fyrr vera snillingar í Eurovision og unnu keppnina aftur og aftur, en hafa nú ekki gert það í hátt í fjörutíu ár. Einnig hafa þeir ekki lent í topp fimm eða topp tíu síðan á síðustu öld. Í ár tel ég þó að það sé möguleiki á því að það breytist enda er nú loksins eitthvað almennilegt lag á ferðinni. Stelpan sem singur er ansi sæt og sjarmerandi og röddin hennar er mjög áhugaverð. Lag og texti eru mjög krúttleg og værum við í þessum riðli væri það þetta lag sem ég myndi kjósa. Ég mæli með því að fólk horfi á viðtöl við hana enda er hún enn meira heillandi þar.
4. Malta: Kurt Calleja - This is the night
S: Ósköp dæmigert popplag hér á ferð, mér finnst ég hafa heyrt textann þúsund sinnum. Samt sem áður er lagið ekkert svo slæmt þó það sé ófrumlegt. Það er allavegana mjög jákvætt og alveg nokkuð skemmtilegt. Ég hlakka allavegana alveg til að sjá þetta live á sviði. – 7 stig.
L: Fátt hægt að segja. Þetta er vel poppað og skemmtilegt lag sem verður mjög líklega mjög skemmtilegt á sviði - 9
P: 4 - Malta hefur sjaldan verið sigursælt í keppninni og þó að eyjan litla hafi oft hafnað í efstu tíu sætunum, hafa lögin þeirra slaknað á síðustu árum. Fyrir land þar sem að Eurovision áhugi er í hámarki þá ætti maður nú von á því að sjá einhver flottari lög. "This is the Night," minnti mig á blöndu af laginu "I Do" frá 2006 og því gríska "This is Our Night" frá árinu 2009. Það er kominn tími til að Malta hætti að senda inn sama lagið ár eftir ár af því að það hefur sýnt sig að Europop formúlan virkar ekki eins vel og hún gerði áður fyrr.
5. Hvíta Rússland: Litesound - We Are The Heroes
S: Hvaða búningaþema er í gangi í ár? Þessir gaurar eru klæddir í einhverskonar ofurhetju, geim, leður búninga. Mér finnst búningarnir ekkert flottir og finnst þetta lag bara ekkert sérstakt. Það er mjög leiðingjant þegar maður hlustar á það en gleymist síðan strax eftir hlustun. Aðalsöngvarinn er nokkuð sætur, hugsa það sé eini kosturinn við þetta atriði. 3 stig.
L: Því miður eru Hvíta Rússar fremu óheppnir með staðsetningu í keppninni í ár. Finnst þetta lag vera allt of líkt hinu svo bæði lögin verða mjög leiðinleg. Mér finnst e-ð leiðinlegt við þetta lag þó ég veit ekki hvað það er - 5
P: 2 - Ár eftir ár er Hvíta-Rússland annað hvort hlægilegt eða hundleiðinlegt, og í ár hafa þeir náð að blanda þessum tveimur hlutum saman. Lagið er ekki bara kvöl að hlusta á heldur er flutningurinn svo lélegur að setningir "we're gonna hit them all" hljómar eins og "we've got to hit the mall." Enn eitt árið í röð sitja Hvíta-Rússar eftir í undankeppninni, og enginn mun sakna þeirra í aðalkeppninni, það eitt er víst.
6. Portúgal: Filipa Sousa - Vida Minha
S: Þetta virðist vera sterk söngkona en lagið er því miður ekkert sérstakt að mínu mati. 3,5 stig.
L: Finnst þetta bara vera einfaldlega leiðinlegt lag. Ekki man ég eftir því að lag hafi verið svo lélegt að ég hafi spólað í gegnum það en ég geri það hér – 1
P: 7 - Portúgal hefur aldrei hafnað hærra en í sjötta sæti, en á síðustu árum hafa þeir sent inn mjög stórar sögur fluttar af mjög stórum konum með stórar raddir. Söngkona þeirra í ár er mjög hæfileikarík og lagið er með grípandi lag. Portúgalskan er falleg og þó þetta sé ekki eins flott og lagið þeirra frá árinu 2008 er þetta sterk ballaða. Ég efa samt að Portúgal komist áfram vegna þess að þeir flytja lagið svo snemma í keppninni og þeir eiga enga vini í sínum riðli.
7. Úkraína: Gaitana - Be My Guest
S: Hér er á ferð er mikið stuðlag og er það bara nokkuð skemmtilegt. Það er samt eitthvað við rödd söngkonunar sem fer pínu í mig, en það venst kannski. 7,5 stig.
L: Mér finnst myndbandið fremur „cheap“. Ekki virtist hafa verið lögð mikil vinna í það því það einfaldlega hratt flett á milli óspennandi myndbrota. Annars er lagið fínt til að hlusta á en ég hef ekki mikla trú á því á sviði. Svo tekst henni að mynda tón sem mér líkar hrikalega illa við – 7
P: 3 - Úkraína er vanalega með áhugaverð lög ár eftir ár, frá Ruslönu og Verku Serduchku til Ani Lorak og Miku Newton, hefur það vanalega verið eina landið sem maður getur reynt á að er með gott lag enn og aftur. Svo er ekki í ár en lagið "Be My Guest" er aðallega þreytandi og ég ætla bara að hrósa þeim sem hafa haft þolinmæðina í það að hlusta á lagið í heild sinni.
8. Búlgaría: Sofi Marinova - Love Unlimited
S: Það eru greinilega mörg popplög í ár því hér kemur enn eitt popplagið. Það er samt sem áður kannski ekki skrýtið þar sem lög keppninar litast oftar en ekki af sigurlaginu árinu áður. Þetta popplag frá Búlgaríu er samt sem áður að mínu mati alls ekkert sérstakt, melódían er ekki nógu sterk og einnig finnst mér lagið frekar gamaldags. Það allavegana vantar eitthvað í það. 5,5 stig.
L: Það er svolítill Innu stíll á laginu. Lagið er fínt en mér finnst söngurinn við það ekki vera góður – 6
P: 2 - Lítið fannst mér varið í þetta lag þegar ég heyrði það fyrst en eftir að ég sá það flutt á sviðinu er það alveg ómögulegt að Búlgaría komist áfram upp úr þessum riðli. Aðeins einu sinni hefur Búlgaría náð efstu tíu sætunum í undankeppninni og það lítur ekki út fyrir það að það muni endurtaka sig í ár enda er þetta alveg ómögulegt lag. Á meðan að líflegar myndir spila í bakgrunninum og lagið verður líflegra, virkar söngkonan alltaf jafn þreytt á því að syngja lagið. Hún virðist reyna að syngja það eins fljótt og hægt er svo hún geti verið búin með þetta og stendur í stað allan tímann.
9. Slóvenía: Eva Boto – Verjamem
S: Ég veit eiginlega ekki hvað mér á að finnast um þetta lag. Aðalsöngkonan virðist vera hörku góð söngkona, þetta er frekar dramartískt lag og ljóst að þeim er fullalvara með þessu atriði. Samt fannst mér þetta allt frekar hlægilegt vegna bakraddasöngkvennanna. Þær bera svakalega stórt og mikið höfuðfat og gera þær yfirbragðið á atriðinu frekar skondið, sem passar engan vegin við lagið sjálft. Einnig fannst mér fyndið þegar áhorfendurnir fögnuðu ákaft í kaflanum þegar bakraddasöngkonurnar sungu einar. Mér fannst lítið samræmi í þeim og laglínan þeirra mjög slæm. Ég myndi vilja sleppa bakraddasöngkonunum og hafa í stað þess bara eina bakraddasöngkonu sem syngur „a-ið“ með aðalsöngkonuninni. Síðan myndi ég vilja setja þau í flottari búninga. Þá væri þetta mjög flott því lagið í sjálfu sér er ekki það slæmt. Bakraddasögnkonurnar og búningarnir draga þetta bara allverulega niður. 6,5 stig.
L: Myndbandið er einstaklega flott þótt það sé tekið live. Lagið er ótrúleg fallegt og svolítill ævintýrastíll á því – 7
P: 7 - Flott ballaða og flott söngkona sem singur. Slóvenskan er mjög falleg og það er smá þjóðlagakeimur í öllu þessu. Ég á von á því að þeir komist áfram í ár.
10. Króatía: Nina Badrić – Nebo
S: Það er bara ekkert sérstakt við þetta lag. Ég get ekki einu sinni sungið laglínuna þrátt fyrir að vera nýbúin að hlusta á það, en það er ekki góðs viti fyrir lag sem keppir í Eurovision. Myndbandið fangaði samt athygli mína, en þar eru svífa hálf-naktir karlmenn um. Mér fannst það frekar skondið. Ætli þeir verði með henni á sviðinu? 3 stig.
L: Nokkuð hugljúft lag. Myndbandið er voða skrítið.Vantar allan kraft. Annað get ég ekki sagt – 4
P: 5 - Viðlagið er nokkuð grípandi og venst betur með hverri hlustun en restin af laginu er hundleiðinlegt. Þetta er ekki nærrum því eins gott og fyrrum lög hafa verið hjá Króatíu, þar á meðal "Lako je sve" sem að komst ekki einu sinni upp úr undanriðlinum.
11. Svíþjóð: Loreen – Euphoria
S: Þetta er dæmi um almennilegt popplag! Mér finnst þetta ofboðslega flott lag en því er líka spáð mjög góðu gengi þetta árið. Það er bæði skemmtilegt og grípandi. Ég vona þó að öll umgjörð á sviðinu verði flottari, mér fannst t.d. lýsingin ekki gera sig. En lagið er þrusu gott og ég væri mjög sátt ef þetta yrði sigurlagið í ár. 9,5 stig.
L: Áður en geisladiskurinn kemur út fer bara brota brot af lögunum inn á tónlistarspilarann minn. Þetta er eitt þeirra laga sem eru svo góð að ég get ekki beðið eftir geisladiskinum. Söngkonan hefur góða og kraftmikla rödd og er glæsileg á sviðsframkomu. Yrði ekki hissa ef lagið myndi vinna – 10
P: 9 - Þó að ég sé ekki eins heillaður af þessu lagi og allir aðrið virðast vera þá er þetta mjög flott popplag. Söngurinn er frábær og danshreyfingarnar eru flottar. Ég myndi ekki verða fyrir vonbrigðum ef þetta lag vinnur í ár. Stokkhólmur 2013?
12. Georgía: Anri Jokhadze - I'm A Joker
S: Þetta lag kom mér á óvart. Mér leist ekki mjög vel á það til að byrja með en það breyttist fljótt. Lagið er bæði grípandi og hresst. Það býr kannski ekki mikið að baki, en það er líka allt í lagi stundum. Ég tók samt eftir því að á myndbandinu sem er hlaðið upp af Eurovision-síðunni hefur á þessari stundu fengið 638 like og 1032 dislike. Einnig voru mörg slæmar athugasemdir í garð þessa lags. Ég skil það ekki alveg. Getur það verið af því þetta er merkingarlaust popplag, lítið varið í textann, konurnar í myndbandinu eru gerðar að kyntáknum og söngvarinn syngur að hann sé „womaizer“ (ísl. kvennabósi)? Varla. Það eru ógrynni laga í Eurovision sem eru nákvæmlega svona en hljóta samt mikillar velgengni. Afhverju er þetta svona óvinsælt? Getur einhver frætt mig? Þrátt fyrir miklar óvinsældir og þrátt fyrir að myndbandið sé frekar lélegt finnst mér lagið sjálft bara nokkuð skemmtilegt og vona það verði flott á sviðinu. -7 stig.
L: Lagið að vísu er kannsku flott en ekki beint e-ð sem ég myndi kenna að hlusta á – 3
P: 2 - Það er ansi lítið sem hægt er að segja um Georgíumenn. Stundum hafa þeir verið mjög flottir eins og árið 2008, en í ár eru þeir með lag sem er næstum því eins ömurlegt og það sem var dæmt úr leik árið 2009 ("We don't wanna put in.") Ég mæli með því að áhorfendur taki sér pissupásu þegar þetta lag gengur sinn gang, þá getur maður verið viss um að maður sé ekki að missa af neinu.
13. Tyrkland: Can Bonomo - Love Me Back
S: Tyrkjar senda inn popplag með þjóðlegum keim. Strákurinn sem syngur lagið er mjög unglegur, lítur út fyrir að vera í 17-18 ára. Lagið er samt sem áður alls ekkert sérstakt og er eiginlega bara mjög leiðinlegt að mínu mati. 3,5 stig
L: Í stuttu máli finnst mér lagið fremur leiðinlegt og eiginlega bara hallærislegt þó svo að það sé skemmtilega þjóðlegur keimur af laginu - 2
P: 6 - Það kom mörgum á óvart í fyrra þegar Tyrkir komust ekki áfram úr undankeppninni og voru þess vegna ekki meðal topp tíu lagana í fyrsta sinn í fimm ár (þegar þeir höfðu lent í ellefta.) Í ár senda þeir popplag sungið af karlmanni og þó að ég eigi von á því að þeir komist áfram verða þeir ekki jafn hátt uppi og þeir hafa verið undanfarin ár.
14. Eistland: Ott Lepland – Kuula
S: Mjög falleg ballaða. Ég vona svo innilega að söngvarinn syngi eins vel „live“ og hann gerir í myndbandinu. Orðið „kuula“ (kúla) kemur mjög oft fyrir í laginu og ég var orðin mjög forvitin að vita hvað það orð þýddi, en það þýðir listen eða hlustaðu. 8,5 stig
L: Rólegt, hugljúft og flott lag. Þó situr í huga mér hvað þetta „Kuula“ (is. hlustaðu) eigi að merkja í laginu, þ.e. hvað eigum við að hlusta eftir? – 8
P: 6 - Söngvarinn er flottur og lagið er ekkert slæmt. Samt finnst mér það aldrei grípa mann eins og það ætti að gera og ég held að það gæti vel gleymst í huga fólks þegar farið verður að kjósa.
15.Slóvakía: Max Jason Mai - Don't close your eyes
S: Slóvakar senda inn hörku rokklag í keppnina! Mér leist ekkert á þetta fyrstu sekúndurnar, ég hélt að þetta yrði svakalega hart rokklag með tilheyrandi öskrum. Rokklag er þetta jú, en engin öskur heldur góður söngur hjá söngvaranum. Myndbandið er af þeim að taka upp myndband fyrir keppnina. Þar er strákurinn algjör ljúflingur, brosir mikið og hlýjar stelpunni sem er að leika í myndbandinu, sem er sennilega allt sviðsett en það kemur samt vel út. Já..það er eitthvað við þetta. Mér finnst bæði lagið mjög gott og strákurinn hefur mikinn sjarma. Vona þetta verði vel flutt á sviðinu. 9 stig.
L: Þarna kemur rokklag sem mér líka ekki við. Þó er myndbandið nokkuð flott. Þessi drengur hefur e-ð komið inn á áhugamálið áður en ég sjálfur myndi gefa útlinu hans hærri einkunn en laginu - 6
P: 4 - Lagið er leiðinlegt, flytjandinn ómerkilegur, og textinn (það sem hægt er að skilja vegna þess að Max Jason Mai er ekki góður í ensku) hlægilegur. Slóvakía verður enn einu sinni enn eftir í undankeppninni.
16. Noregur: Tooji – Stay
S: Rosalega eru norðurlandaþjóðirnar að senda inn góð lög í ár! Þetta lag hefur að mínu mati allt sem Eurvision-lag þarf að hafa! Sætur strákur, grípandi laglína, flottir dansarar! Þetta popplag ber smá austurlenskan keim, en það er bara allt í lagi! Þetta er með uppáhalds lögunum mínum í ár. 10 stig.
L: Get ekki sagt annað en þetta er ofboðslega flott lag frá norðmönnum í ár og á myndbandinu má sjá að þeir eru rosalega flottir á sviði – 9
P: 8 - Í fyrra sendu Norðmenn inflytjanda frá Kenýa og í ár er það Tooji frá Íran sem stígur á svið fyrir þeirra hönd. Þó að textinn sé ekkert sérstakur er líf í laginu og hann flytur það vel. Sviðsframkoma hans og bakraddana er mjög sterk og viðlagið sjálft grípandi. Þetta flýgur upp úr undankeppninni án efa.
17. Bosnía og Hersegóvína: Maya Sar - Korake Ti Znam
S: Fyrst fannst mér þetta ekkert sérstakt...sennilega vegna þess að ég var enn í stuði eftir að hafa heyrt norska lagið! En þegar ég fór að hlusta betur heyrði ég að þetta er mjög fallegt lag. Myndbandið var einnig mjög fallegt og vel gert. En þrátt fyrir þetta er lagið er samt sem áður ekki nógu sterkt og gleymist fljótt. 6 stig
L: Myndbandið er mjög sérstakt að köflum þó svo að sumt er mjög flott, t.d. er ég ekki alveg að skilja málið með þennan asna. Söngkonan er nokkuð góð en til að standa uppúr í svona keppni þarftu e-ð meira – 5
P: 3 - Hér er á ferðinni lag sem vill verða mikið meira en það er í raun og veru. Reyndar væri lag um hversu gott þetta lag vill vera mun betra en lagið sjálft. Það sem átti að vera falleg ballaða varð að þriggja mínútna rauli einhverra stelpu sem að sýnir píanóinu sínu meiri áhuga og einbeitingu heldur en söngnum sjálfum. Þetta er meðal leiðinlegri Eurovision lögum sem ég hef heyrt í fleiri ár.
18. Litháen: Donny Montell - Love is blind
S: Núna varð ég hissa! Þegar lagið byrjaði hugsaði ég „æi nei...en ein léleg ástar-ballaða“. Þetta reyndist hinsvegar vera mjög flott flag. Það byrjar mjög rólega og lítur út fyrir að ætla að verða mjög róleg ballaða en smám saman tekur það breytingum og verður poppaðra. Strákurinn sem syngur lagið syngur það meiriháttar vel og sviðsframkoma hans er einnig algjörlega upp á tíu! Ég hef yfirleitt ekki verið ánægð með framlag litháa en þetta er algjörlega til fyrirmyndar! 8,5 stig.
L: Erfitt er að verða á eftir svo flottu lagi eins og Svíar koma með í ár. Ég var um það bil að skrifa virkilega leiðinlega dóm þegar lagið breyttist skyndilega til batnaðar úr lélegri ballöðu í flott popplag. Þó vantar herslumuninn sem kemur vonandi á sviði – 7,5
P: 4 - Þetta er frekar lélegt popplag sem vill hafa mikið meiri áhrif á þig en það gerir í raun og veru. Ef ekki væri fyrir þennan klút á hausnum á manninum hefði enginn horft á myndbandið frá byrjun til enda, ég get að minnsta kosti ekki ímyndað mér að þurfa að hlusta á það aftur.
= = = = = = = = = = = =
1. Bretland: Engelbert Humperdinck - Love Will Set You Free
S: Þetta er mjög fallegt og vandað lag hjá bretum. Söngvarinn sem er eldri maður hefur mjög flotta rödd og syngur af mjög miklum krafti. 8 stig.
L: Þetta á að vera ofboðslega þekktur maður. Þó hef ég ekki heyrt um hann fyrr en ég sá fréttina um að hann yrði þáttakandi Breta. Ég fór á stúfana og hann á víst að vera þekktur fyrir þekktar ástarballöður og er þá samkeppni við Grétu og Jónsa. Lagið er nokkuð hugljúft og á tímabilum skemmtilegur Disney laga bragur á laginu – 8
P: 9 - Flottur söngvari og fallegur texti. Engelbert Humperdinck er, eins og sést á honum, mjög reyndur söngvari og stígur fyrst á svið næsta laugardagskvöld og verður án efa eftirminnilegur. Loksins eru Bretarnir farnir að gera þetta rétt, við vorum orðin ansi hrædd eftir þeir sendu inn lög eins og "Teenage Life" og "Flying a Flag."
2. Frakkland: Anggun - Echo (You And I)
S: Mjög flott og draumkennt popplag! Myndbandið var mjög áhugavert. Hermenn koma inn á færibandi og söngkonan fylgist með þeim gera ýmis verk eins og fara í sjónpróf, sauma, strauja og spranga um á nærbuxunum með gasgrímur! Vægast sagt skrýtið myndband en mér fannst það í þessu tilviki virka. Ég er satt að segja mjög hrifin af þessu en ég er hrædd um að þetta lag muni ekki fá verðskuldaða athygli og muni því ekki ná langt. Sem er mikil synd því lagið er flott! 9,5
L: Vá, ég veit ekki hvað ég get sagt. Frakkar hafa ekki beint verið í uppáhaldi hjá mér en þetta lag slær í gegn. Myndbandið er einstaklega sérstakt og þar sést greinilega hvernig kynjaímyndunum er snúið við. Þó finnst mér á tímabili þetta líta út eins og skop að Hitler og verkum hans. Gaman væri þó að fá svör við hvað textinn þýddi og þetta myndræna í myndbandinu – 9,5
P: 6 - Frakkar hafa verið með dálítið "comeback" í Eurovision á síðustu árum enda hafa þeir loksins verið að senda inn einhver almennileg lög, samt finnst mér þetta lag ekki eins flott og flestum öðrum. Ekki er það neitt sérstaklega grípandi né er eitthvað gaman að textanum. Söngkonan er þó ansi góð og syngur lagið vel. Það er þó ekki síðasta sætið í ár fyrir Frakka.
3. Ítalía: Nina Zilli - L'Amore È Femmina (Out Of Love)
S: Það er svo gaman að Ítalir séu með í Eurovision enn á ný :) Lagið sem þeir sentu í fyrra var mjög fínt að mínu mati. Mér finnst söngkonan sem Ítalir senda nú í ár með alveg ofboðslega flotta rödd! Ég hlustaði líka á hana syngja „live“ og hún gerði það mjög vel! Lagið er bara mjög fínt. Það gæti reyndar verið betra en það er allt í lagi því söngkonan bætir það algjörlega upp. 8 stig
L: Miðað við hvernig Ítalir standa sig eftir að hafa komið inn í keppnina hafa þeir greinilega byrgt sig upp að góðum lögum. Lagið virðist fremur óspennandi fyrst en svo verður það fremur grípandi „boom bomm“ – 8
P: 9 - Þetta er enn eitt lagið sem að greip mig ekki um leið en hefur síðan vanist mjög vel eftir meiri hlustun. Þetta er orðið eitt af uppáhaldslögunum mínum í ár og djassómarnir í því eru heillandi. Nina Zilli er mjög hæfileikarík og reynd söngkona enda var hún valin fyrir keppnina í gegnum Sanremo tónlistarhátíðina. Ég spái Ítalíu góðu gengi í ár.
4. Azerbaijan: Sabina Babayeva - When The Music Dies
S: Mikið ofboðslega er þetta nú leiðinlegt lag. Jú, söngkonan syngur vel (í myndbandinu amk.) en það er að mínu mati það eina jákvæða við þetta lag. 1 stig.
L: Myndbandið við lagið er flott og söngkonan góð en annars er ekkert merkilegt við lagið. Satt að segja gleymdi ég mér í öðru þar sem lagið var ekki beint spennandi – 2
P: 6 - Þetta lag fannst mér ótrúlega hallærislegt til að byrja með en eftir meiri hlustun hef ég náð að venjast því aðeins meira. Aserbaídsjan hefur aldrei hafnað lægra en í áttunda sæti, en ég á von á því að það breytist í ár. Söngkonan er þó fantagóð og syngur alveg eins og engill. Ég myndi spá þessu 10.-12. sæti í ár.
5. Spánn: Pastora Soler - Quédate Conmigo
S: Æ, önnur leiðinleg ballaða. Sé ekkert sérstakt við þetta lag nema jú, söngkonan virðist syngja þetta vel. 1 stig.
L: Því miður er enginn áhugi á þessu lagi eftir framlag Azerbaijan - 1
P: 10 - Með bestu lögunum í ár. Pastora er án efa besta söngkonan í keppninni í ár og ég fékk gæsahúð þegar ég heyrði hana syngja háu nóturnar. Hún er enn betri á sviði heldur hún er í myndbandinu og textinn er mjög fallegur.
6. Þýskaland: Roman Lob - Standing Still
S: Nokkuð fallegt lag hjá Þýskalandi. Það venst ótrúlega vel en ég er þó hrædd um að það muni ekki fá mikla athygli. Maður veit þó aldrei. Mér líkar allavegana ekki illa við lagið þó það sé heldur ekki með mínum uppáhalds í ár. 7 stig.
L: Þegar maður heyrir byrjun lagsins hugsar maður „plís ekki ein léleg ballaða til viðbótar“. Lagið brást ekki vonum mínum og er fremur skemmtilegt enda hafa Þjóðverjar ekki brugðist vonum mínum - 7
Sviðstjóri á hugi.is