Hér eru lausnirnar með athugasemdum:
Svo vil ég minna á að samkvæmt 9. reglu trivias þá hafa þáttakendur 5 daga frest til að andmæla eða setja athugasemdir við niðurstöðuna. Auk þess er geta notendur fengið úrvinnslu úr svörunum þeirra send í einkaskilaboðum sé þeirra óskað.
- Hún var haldin í Teatro Kursaal höllinni á Lugano í Sviss fimmtudaginn 24. maí 1956
- Þetta átti að vera fremur lúmsk spurning þar sem flestir áttu að giska á að það væri 16 ára vegna núvernadi reglu. Árið 1986 keppti Sandra Kim fyrir Belgíu og hún sagðist vera 15 ára. Hún vann keppnina með laginu J’amie la vie. Hún viðurkenndi það samt eftir keppnina að hún væri aðeins 13 ára. Sviss, sem lenti í öðru sæti, kærði sigurinn en allt kom fyrir ekki. Svo að Sandra Kim er yngsti keppandi í sögu keppninnar og því mun ekki vera breytt í bráð því að nú er komið 16 ára aldurstakmark.
- Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi. Fatnaður þeirra og aukahlutir vöktu mikla athygli. Á æfingum tókst þeim að brjóta glergólfið margsinnis. Auk þess minnir mig að þau hafi slegið stigamet á sínum tíma.
- Noregur á metið sem eru 10 skipti (árið 1963, 1969, 1974, 1976, 1978, 1981, 1990, 1997, 2001 og 2004)
- Lagið heitir (The prelude to his) Te Deum og var samið af Marc-Antoine Charpentier.
- Þessi spurning reyndi virkilega á að þekkja hina þekktu í Eurovision geiranum. Þetta er Stefan Raab sem kom fyrst árið 1998 sem lagahöfundur, árið 2000 sneri hann aftur og flutti lagið Wadde Hadde Dudde Da? Að lokum var hann kynnir þegar keppnin var haldin í Düsseldorf árið 2011.
- Gosu hönnunarstofa hannaði myndræna þáttinn í þemanu en kúlurnar eiga að merkja samansafn af áhorfendum keppnarinnar og tilfinningar þeirra gagnvart keppninni. Þemað var valið því það átti að merkja nýjar og gamlar minningar keppnarinnar sem við eigum ekki að sitja á heldur deila. Vilji var að deila minningum frekar en að sjónavarpa þeim bara. Einnig var gefið rétt fyrir Lars Blomkvist sem hönnuð.
- Stúlkan heitir Ágústa Eva Erlendsdóttir. Í hið fyrsta var hún umdeild þar sem að lagið hennar lak á netið áður en það mátti. Þetta var sá hluti sem enginn gat komið með rétt. Svo var persónan sem hún lék ansi umdeild og var þetta í fyrsta sinn í sögu keppnarinnar sem púað hefur verið á keppanda áður en hann tók til söngs. Ofan á allt þótti framkoma hennar fráleidd þegar hún komst ekki í úrslit.
- Lagið tók þátt árið 2006. Hinn írski Brian Kennedy flutti lagið Every Song Is A Cry For Love og hafnaði í 10. sæti með 93 stig.
- Hún tók þátt árið 1974 með lagið Long Live Love og hafnaði í fjórða sæti.
- Verð að viðurkenna að þetta er fremur nasty spurning. Upprunalega stóð til að gefa ±20 sveigjanleika en þar sem að enginn af þeim sem tóku þátt græddi á því var þetta frekar dæmt á nákvæman hátt. Enginn náði því þó. að voru 138 "la" í laginu.
- 1. sæti: sakki2
- 2. sæti: Grettir
- 3. sæti: Stjarna4
Svo vil ég minna á að samkvæmt 9. reglu trivias þá hafa þáttakendur 5 daga frest til að andmæla eða setja athugasemdir við niðurstöðuna. Auk þess er geta notendur fengið úrvinnslu úr svörunum þeirra send í einkaskilaboðum sé þeirra óskað.
Sviðstjóri á hugi.is