Reglur og fyrirkomulag keppnarinnar:
1. Svör skulu sendast til umsjónarmanns með titlinum "Eurovision trivia 1" fyrir kl. 12 á mánudag. Berist svör seinna verða refsipunktar gefnir í samræmi við hversu seint svarið berst.
2. Ekki þarf svara öllum spurningunum til að geta skilað inn fullgildu svari.
3. Hver notandi má aðeins senda inn eitt svar. Berist tvö eða fleiri svör frá sama notanda verður einungis það fyrsta tekinn gilt.
4. Forðist að nota alnetið. En skiljanlega eru sumar spurningar svo erfiðar að það er ekki fyrir mannlega veru að vita svarið.
5. Til að stuðla að sanngirni er ekki hægt að fá flesta punkta tvær keppnir í röð. Komi það fyrir verða punktar þess sem er efstur lækkuð undir punktafjölda þess sem er með næst flesta punkta.
6. Komi það fyrir að tveir notendur séu með jafn marga punkta fær sá sem var fyrri til að skila inn svörum sætið.
7. Notandi sem verður uppvís um að skemma fyrir öðrum með því óska eftir eða birta svör (óháð því hvort þau séu rétt eða röng) á vefnum verður ekki leyfilegt að taka þátt í þeirri umferð.
8. Innan við 10 dögum frá lokadegi hvers trivia verða niðurstöður auk lausna úr trivianu birt á áhugamálinu.
9. Vilji notandi andmæla niðurstöðunum verða þær að berast til umsjónarmanns þess innan 5 daga.
10. Punktarnir úr öllum triviunum verður síðan í lokin safnað saman og hver veit hvað þeir stigflesu græða :)
Spurningarnar eru eftirfarandi:
Spurningarnar eru eftirfarandi:
1. Hvenær var fyrsta keppnin haldin og hvar var hún haldin? (2)
2. Hver er yngsti keppandi í keppninni og hvað var hann/hún gamall/gömul þá? (2)
3. Þessir þáttakendur slóu heldur betur í gegn í Istanbúl árið 2004, en hvernig? Nefndu tvo hluti (2)
4. Ekki gengur öllum vel í keppninni og því spyr ég, hvaða land á met í að verða neðst í stigatöflunni og hversu mörg skipti eru það? (2)
5. Í byrjun útsendinga á keppninni hljómar stef, hvað heitir lagið sem stefið kemur úr og hver samdi það? (2)
6. Eftir að hafa verið nokkuð áberandi í keppninni á síðustu árum 15 árum ákvað þessi maður að ljúka ferli sínum í fyrra, hver er maðurinn og hvernig tengist hann keppninni sjálfri? Leitað er eftir þremur atriðum úr ferlinum (4)
7. Þegar keppnin var haldin í Noregi árið 2009 var þemað "Share the moment". Hver hannaði þemað myndskreytinguna við þemað, hvaða merkingu höfðu lituðu kúlurnar og hví var þetta þema valið? (3)
8. Silvía Nótt þótti nokkuð umdeild í keppninni, hver var stúlkan á bak við Silvíu Nótt og hvað tvennt gerði hana svo umdeilda? (3)
9. Rúmlega þúsund lög hafa tekið þátt í keppninni, hvaða ár tók þúsundasta lagið þátt, hver og hvaðan kom flytjandinn, hvað hét lagið, í hvaða sæti lenti lagið og með hversu mörg stig var lagið? (6)
10. Olivia Newton-John er bresk söng- og leikkona sem er þekktust sem Sandy Olsen í söngleiknum Grease. Hún tók einu sinni þátt í keppninni, hvenær var það, hvað heitir lagið og í hvaða sæti hafnaði það? (2)
11. Árið 1968 sendi Spánn söngkonu sem er kölluð Massiel með lagið La la la la. Lagið bar sigur úr býtum. Hins vegar spyr ég, hvað erum mörg "la" í laginu? (2)
Eftir að greinin verður birt verður henni læst. Allar athugasemdir og svör sendist til Lindal.
Sviðstjóri á hugi.is