Til þess að byrja með ætla ég að segja að það var átakanlega erfitt að setja þennan lista, sérstaklega út af því að ég er mjög hrifinn af mörgum lögum, en með hjálp ‘Eurovision simulatorinns’ á http://www.escnation.com gat ég loksins komist að niðurstöðu. Ég skrifaði hvað mér fannst um lögin í topp 10 og síðan fyrir önnur lög þar sem að mig langaði til þess að segja eitthvað.
1. Írland 244 stig - Já, ég held að Írar munu taka þetta í ár og það í fyrsta sinn í fimmtán ár. Hinir írsku Jedward eru í miklu uppáhaldi hjá mér í ár og hafa notið mikilla vinsælda í fjölmiðlum í Dusseldorf. Þeir eru mjög skemmtilegir karakterar og ég tel að bæði eru þeir með nógu sterkt lag til þess að taka þetta og sýningin þeirra er líka skemmtilega ‘over the top.’
2. Þýskaland 239 stig - Ég átti mjög erfitt með að ákveða mig um hver myndi hreppa annað sætið, en ég er nokkuð ánægður með ákvörðunina mína. Lena er með mjög flott lag en samt held ég ekki að hún muni vinna keppnina aftur þó að Goggle telji hana vera mjög sigurstranglega.
3. Bretland 232 stig - Ég held að Bretum muni ganga mjög vel í ár og þó að ég efast um að þeir vinni, er þriðja sætið frábær árangur þegar að miðað er við það að á síðustu árum hafa þeir verið að senda út lög eins og “Cry Baby”, “Even If”, og “Flying the Flag.” Ég held að strákarnir í Blue muni gera sitt besta í kvöld og standa sig frábærlega.
4. Aserbaídsjan 226 stig - Aserbaídsjan hefur gengið frábærlega í hvert skipti sem að þeir hafa tekið þátt og árið í ár er engin undantekning. Þetta var með uppáhalds lögunum mínum til að byrja með þar til ég sá hversu illa þetta par syngur á sviðinu. Ég held samt að þeim muni ganga mjög vel í ár og vona bara að þau muni syngja betur í kvöld.
5. Danmörk 219 stig - Ég dýrka þetta lag og held að það eigi það nú bara skilið að vinna, þó að ég efi að það gæti gerst.
6. Svíþjóð 176 stig - Ekki er hann Eric Saade sterkur söngvari og lagið hans er hlægilega vitlaust, en stelpurnar dýrka hann og munu eflaust kjósa hann í kvöld.
7. Ungverjaland 148 stig - Þetta er eitt af uppáhalds lögunum mínum í ár og Kati Wolf er mjög sjálfsörugg og hæfileikarík söngkona. Lagið er líka grípandi og skemmtileg, týpískt Eurovision lag og mun raða inn stigum í kvöld.
8. Finnland 146 stig - Þó að ég efist á köflum hversu langt þetta lag mun ná í keppninni þá hef ég trú á þessu dásamlega lagi og held að það eigi mjög góðann séns á áttunda sæti.
9. Rússland 133 stig - Ég þoli þetta lag ekki. Ég held að það sé það versta sem að Rússar hafa sent frá sér í sex ár. Viðlagið er í lagi en restin af laginu er fáranlegt en það mun eflaust ná allaveganna þetta langt.
10. Ísland 132 stig - Ég hef trú á strákunum okkar og þeir flytja þetta lag frábærlega með öllu sínu hjarta. Ég vona að þeim gangi vel í kvöld enda eiga þeir ekkert annað skilið. Áfram Ísland!
11. Úkraína 131 stig
12. Serbía 116 stig - Það verður að segjast að þessi gamla lumma komi mjög vel út á sviðinu.
13. Grikkland 109 stig - Mér finnst þetta lag vera bara la la. Mér að finnst gæðin í lögum Grikklands hafa dvínað á síðustu árum og ekki er þetta lag neitt sérstakt.
14. Frakkland 104 stig - Margir telja þetta lag mjög sigurstranglegt, en ég held að það muni aldrei ná lengra en áttunda sætið. Lagið er fínt og flytjandinn góður, en ég hef ekki mikla trú á þessu.
15. Eistland 103 stig
16. Rúmenía 97 stig
17. Sviss 96 stig - Ég er mjög hrifinn af þessu lagi en ég held að það nái ekki langt.
18. Bosnía og Hersegóvína 86 stig
19. Moldóva 71 stig
20. Georgía 70 stig
21. Slóvenía 47 stig - Ég held að þetta lag hafi rétt sloppið í gegnum undanúrslitin en núna þegar það þarf að keppa við tuttugu betri lög á það ekki séns að fara mjög langt.
22. Ítalía 43 stig - Mér finnst þetta lag vera allt í lagi en þetta lag er ekkert líkt þeim lögum sem að meirihluti Evrópubúa myndi vilja að kjósa.
23. Litháen 41 stig - Hvernig Litháen komst áfram í ár skil ég ekki enda finnst mér þetta vera fáránlegt lag. Söngkonan má eiga það að hún getur sungið vel en þetta lag getur ekki mögulega farið langt í keppninni.
24. Austurríki 32 stig - Annað lag sem að ég skil ekkert í hvernig það komst áfram. Söngkonan er frábær en það vantar alla spennu í þetta lag út af því að það er ekkert við textann eða sönginn sem að grípur mann.
25. Spánn 19 stig