MÍNAR SKOÐANIR:
Hérna ætla ég að renna í gegnum lögin í réttri röð og segja það sem mér finnst persónulega um þau og enda svo á að raða þeim í þá röð sem ég vil sjá þau enda í.
1. Króatía – Fyrsta lag kvöldsins er ósköp hefðbundið, klassískt og hundleiðinlegt. Þau eru soldið krúttleg en syngja ekkert alltof vel svo ég taki ekki of sterkt til orða og byrja kvöldið á hreinum leiðindum. Þetta vil ég ekki áfram.
2. Írland – Það er stutt í rokkarann í mér og sá rokkari er töluvert poppaður sem henntar ágætlega við þetta lag þar sem þetta er annað hvort poppað rokklag eða rokkað popplag og mjög fínt sem slíkt og ágætlega sungið. Studio útgáfan er reyndar reyndar rosalega þétt mixuð og kemur það töluvert niður á live flutningnum því hann virðirst svo tómur við hliðina á mörgföldum röddunum á studio útgáfunni. En lagið er flott og ég vil Íra áfram.
3. Lettland – Þetta lag hefði örugglega getað orðið gott ef að það hefði verið útsett á einhvern vitrænan hátt. Mér persónulega finnst alltof mikið vera í gangi í hljóðfæraleiknum og hef alltaf á tilfinningunni að hljóðfærin séu öll að stefna í sitthvora áttina og mætist í einhverju umferðaröngþveiti sem þetta lag er. Söngvarinn er reyndar drullu góður og bakraddirnar sem voru allvega í forkeppninni heima eru líka að gera góða hluti.
4. Serbía – Serbar eru bara ein af þeim þjóðum sem eru góðir í Eurovision þeir semja góð lög og jafn vel betri flytjendur og ná ofarlega. Núna ætla þeir að hrista aðeins af sér alvarleikann sem hefur fylgt þeim undan farið og senda kall með afró sem syngur um skóna sína. Þetta er ekkert merkilegt lag en kjánalega fyndið og þar af leiðandi skemmtilegt og mér finnst það eiga heima í úrslitum.
5. Pólland – Hugljúf ballaða frá Pólverjum í ár, nokkuð góð bara þó hún sé nú leiðinlega lík íslenska laginu en samt feti aftar bæði hvar varðar tónsmíð og söng. Viðlagið rís ekki íkja hátt en laglínan er mjúk og skemmtileg bassinn pirrar mig samt, sérstaklega öll slide-in eða hvað sem þetta heitir á undan viðlögunum. Þetta er svona þokkalegt lag að mínu mati, ekkert úrval en alls ekki rusl. Vil sjá þetta áfram og helst að við og pólverjar lendum hlið við hlið í úrslitunum. Vá það væri vandræðalegt.
6. Noregur - Stórbrotið er eitt af þeim orðum sem ég kann um svona lög. Þetta er ákaflega sjarmerandi og fiðlan er að gera góða hluti þarna. Sá videoið á Youtube og þá varð þetta bara betra því að þessi drengur gerir þetta rosalega fagmannlega bæði í söng og hreyfingum. Fær mann alveg til að brosa aftur fyrir eyru. Þetta vil ég sjá í úrslitum og klárlega blanda sér í toppbaráttuna.
7. Kýpur – Ég byrjaði á að hlusta á lagið í iTunes og kíkti svo á Youtube til að finna live flutning og þegar ég var búinn að hlusta á hann var það eina sem ég mundi var að gellan var rammfölsk. Svo byrjuðu hlutirnir að týnast aftur til mín eins og vill gerast skömmu eftir mikið sjokk. Það fyrsta sem kom var að þetta lag er rammstolið úr teiknimyndinni Anastasiu ef ég man rétt og svona héldu slæmu kommentin áfram að koma þangað til ég gafst upp því ég vissi ekkert hvað ég ætti að skrifa því upptalning á ljótum orðum segir kannski ekki mikið. Þetta lag vil ég sem sagt ekki sjá áfram.
8. Slóvakía – Vegna kurteysi við Slóvakíu sem eru nú snúnir aftur í Eurovision eftir langa fjarveru hef ég ákveðið að rakka þetta lag ekki niður heldur bara segja að ég er ekki að ´fila það og vil það ekki áfram
9. Danmörk – Það er náttúrulega hræðilegt slys útaf fyrir sig að þetta lag hafi komist áfram í staðinn fyrir hana Heru Björk, hvað var eiginlega málið með það? Lagið er allavega ekki neitt til að hrópa húrra fyrir og þessi söngvari er algjör skautari. Þó að það hafi skautari unnið í fyrra þá þýðir það ekki að danir séu með bókaðan sigur því a söngvarinn kann örugglega ekkert á skauta heldur skautar hann rosalega á tónunum sérstaklega inn í viðlögin. Ekkert sérstakt við þetta en þar sem það eru rosalega mörg léleg lög í þessum riðli vil ég þetta áfram.
10. Slóvenía – Þetta lag er helvíti gott og strengjaharmóníurnar eru alveg meiriháttar. Virkilega lítið sungið sem er alveg ágætt þó svo að sumum kunni að finnast lagið verða frekar langdregið því það “gerist” lítið í því. Ég reyndar held með því að setja trommur og gítar aðeins fram í mixið hefði þéttleikinn orðið meiri og þar afleiðandi lagið lifa lengur hjá óþolinmóðum hlustendum. Ef að söngkonan nær þessum hæstu tónum þá verður þetta frábært. Ég vil slóveníu í úrslit.
11. Ungverjaland – Hresst dans lag sem er klisjukennt og ófrumlegt fyrir allan peninginn. Meira að segja textinn er tekinn allaleið í sykursætunni. Fann enga live upptöku af þessu lagi þannig ég veit ekki hversu góður þessi gaur er að syngja en af studio upptökunni efast ég svo sem stórlega um að hann sé stórsöngvari. Þetta lag samt græðir alveg helling á því hvað það eru mörg glötuð lög í þessum riðli en samt ekki nógu mörg til að ég vilji þetta áfram
12. Azerbaijan - Þetta er lag sem mér líkar helvíti vel við. Það er grípandi og þrátt fyrir að ég sé orðinn frekar þreyttur á vestur/austur blöndum þá er ég alveg að kaupa þetta og viðlagið er nokkuð gott. Stór plús líka á það að gellan sem að syngur þetta er fáránlega heit. Hún er meira að segja svo heit að hún þarf ekkert að gera útá kynþokkan, hún má mæta í lopapeysu mín vegna. Hún verður samt kynþokkinn uppmálaður. No comment á gaurinn samt. Horfði svo á upptöku frá Rússnesku forkeppninni þar sem þau komu fram og þau voru kannski ekki að gera svakalega hluti live en ég kenni gæðunum á upptökunni um þetta. Ég vil sjá þau áfram.
13. Grikkland - Sakis Rouvas er mættur aftur eftir frækna framistöðu 2004 með “Shake It” lagið sem hann mætir með núna er að mínu mati mikið mikið verra en það. Versin og Pre-Chorusinn eru alveg skít sæmileg en þetta viðlag er alveg hræðilegt bassinn og laglínan stangast svo mikið á í taktinum að þetta verður bara vandræðalegt og még finnst þetta hræðilegt. Verst finsnt mér samt að melódían í viðlaginu er góð en hún passar ekki við taktinn í bassanum og allt fer í steik. Að mínu mati versta framlag Grikkja í háa herrans tíð vil ekki sjá þetta áfram.
14. Litháen - Litháar mega eiga það að vera frekar slappir í Eurovision og oft á tíðum bara hræðilega slappir. Þeir hafa oft gert verr en í ár, en það segir okkur samt ekki að þeir séu að gera einhverjar rósir með framlagi sínu, Love. Mér finnst lagið og söngvarinn vera mikið undir áhrifum frá Mika þó að hann syngji ekkert í falsettu. Lagið er flatt og plain boring ef maður á að vera hreinskilinn. Vil ekki sjá þetta áfram.
15. Moldóvía – Að hlusta á þetta lag í iTunes er hin versta skemmtun. Þegar maður ýtir á play birtist spangólandi kerling sem að öskrar á mann í rúmlega 20 sekúndur áður en vita gangslaus gítarleikari reynir fyrir sér. Eftir það skánar þetta nú töluvert en verður aldrei gott. Viðlagið er eitt að þessum sem maður hefur heyrt svo oft að maður man ekki hvaðan það er upphaflega. Ég gaf þessu samt smá séns og tékkaði inná Youtube og fann live útgáfu sem lyfti þessu örlítið. Maðurinn á mixernum var reyndar sofandi og gleymdi að lækka í bakröddinni en fyrir utan það var þetta allt í lagi, virtist allavega geta verið stuð ef mixer maðurinn í Moskvu helst vakandi. Held ég vilji þetta áfram úr þessum slappa riðli, hefði skilið það eftir í hinum riðlinum.
16. Albanía – Viðlagið í þessu lagi er alveg skítsæmilegt og meira að segja jaðrar við að vera þokkalegt. Jájá þetta lag er hið fínasta popplag og það skemmtilegasta við það er eiginlega að stelpan getur sungið og gott betur sem er nú orðið frekarfágætt í poppinu í dag ég vil þetta áfram.
17. Úkraína – Úkraína hefur verið eitt af mínum uppáhalds löndum frá því að þeir byrjuðum með allskonar mis góðum atriðum en öllum samt góðum nema einu. 2005 þegar þeir voru á heimavelli sendu þér feiknaslappt lag en ég held að það hafi bara verið liður í að þurfa ekki að halda keppnina tvisvar í röð. Ég hef á tilfinningunni að þeim langi ekki að halda keppnina 2010 heldur, allavega senda þeir glatað atriði í ár. Allavega finnst mér það hræðilegt og þó að söngkonan eigi eftir að gera töluvert útá kynþokkann þá þarf hún að vera ansi léttklædd til að fá mig til að líka þessi hljóðmengun. Vil ekki sjá það að þetta fari í úrslit.
18. Eistland – Þetta lag er eins og mörg lög í þessum riðli uppfullt af strengjum. Ég hlustaði á þetta í iTunes og líkaði alls ekki en sá það svo á YouTube og þá varð það soldið gott. Vel sungið og fallegt. Hugsaði samt soldið á meðan á þessu stóð að sviðsframkoman var eiginlega bara framlega norðmanna á rítalíni. Vil þetta áfram.
19. Holland – Þetta er mest flutta lag Eurovision sögunnar. Það hefur keppt svo oft að enginn hefur tölu á því. Allar raddsetningar eru látnar halda sér frá fyrri tilraunum og það eina sem hefur verið breittt að núna eru þetta 3 feitlagnir miðaldra menn sem syngja þetta. Hvað Hollendingar eru að pæla veit ég ekki. Þetta er svo stolið að það var ekki haft fyrir að breita neinu. Ég vil ekki einu sinni sjá þetta fara uppá svið í forkeppninni hvað þá fara áfram.
Þá er ég búinn að renna í gegnum öll lögin í þessum riðli og segja mína persónulegu skoðun. Svona er þá listinn hjá mér
Áfram (raðað í stafrófsröð)
Albanía
Azerbaijan
Danmörk
Eistland
Írland
Moldóvía
Noregur
Pólland
Serbía
Slóvenía
11. Lettland
12. Ungverjaland
13. Litháen
14. Króatía
15. Úkraína
16. Grikkland
17. Kýpur
18. Slóvakía
19. Holland
SPÁIN MÍN:
Hérna ætla ég að renna í gegnum lögin og spá í möguleikana sem ég held að þau hafi. Byrja á þeim sem ég tel alveg örugg og svo tek ég þau sem ég tel vera á gráu svæði og enda svo á þeim sem eiga enga möguleika. Geri svo sambærilegan lista og er hérna fyrir ofan.
Eins og vanalega þá eru nokkur lönd sem eru alveg örugg áfram sama hvernig þetta fer allt saman á sviðinu hjá þeim. Í ár held ég að þetta verði og þori svo gott sem að hengja mig uppá það:
Grikkland, Noregur, Serbía og Úkraína
Grikkland – Sakis + Símakosning = Árangur….ég held að þetta sé nokkuð skothellt dæmi þó að lagið sé að mínu mati hræðilega mikið úr takti.
Noregur – Það er eitthvað mikið að ef að þetta lag kemst ekki áfram og ég hef bara engar áhyggjur af því að það klikki. Lagið er skothellt og flutningurinn 110% og svo er hann víst líka sjarmerandi og HvítRússneskur. Er þetta ekki uppskrift að úrslitasæti?
Serbía – Serbarnir klikka ekki. Hvorki í að koma með lög sem eru vænleg til árangur eða þá bara eiga fullt af góðum kunningjum sem að sjá til þess að lögin þurfa kannski ekki að vera alveg tipptopp til að komast áfram. Þetta er samt soldið sniðugt og þeir komast áfram.
Úkraína – Úkraína gæti sent laglausan bakara og komist áfram, svo einfalt er það. Lagið í ár er hundslappt og flutt af meðalmennsku en það flýgur áfram algjörlega átakalaust.
Næsti hópur eru lönd ég tel annað hvort eiga góða eða sæmilega möguleika á að komast áfram. Þetta er lang stærsti hópurinn og er voðalega erfitt að sjá út hvað kemur til með að gerast. Þetta eru löndin:
Albanía, Azerbaijan, Danmörk, Eistland, Írland, Króatía, Lettland, Moldóvía, Pólland, Slóvenía og Ungverjaland.
Albanía – Þetta er rosaleg söngkona og það á eftir að koma henni þangað sem hún fer. Þá meina ég að það verður ekki endilega þetta skítsæmilega lag sem að á eftir að fleita Albönum áfram ef þeir komast áfram heldur frekar þessi unga og magnaða söngkona. Mikið á hana lagt og hún á hugsa ég eftir að standa undir væntingunum.
Azerbaijan – Þetta lag á góða möguleika á að komast áfram og eiginlega það eina sem að gæti komið í veg fyrir það er að live flutningurinn yrði hræðilegur. Það sem ég hef séð live er ekki alveg 100% og meira að segja soldið frá því þannig þau eru ekki alveg örugg áfram. En ég veðja samt á þau.
Danmörk – Danir eru alltaf eins frekar hallærislegir og oftar en ekki rauðkálslykt af þeim. Þannig er þetta í ár ófrumlegt kassagítar rokk sem gæti gert hvað sem er en er nú líklegra til að floppa.
Eistland – Þetta er helvíti gott lag en ég veit ekki hvað Evrópa verður fljót að gleypa við þessu. Eistar eru svona on/off land getur gegnið vel og geta líka setið eftir neðstir þannig það er ekki hægt að slá neinu föstu með þá. Ég segji að þeir fari áfram og mig grunar að það verði fyrir tilstilli dómnefndar.
Írland – Það er svo erfitt að spá fyrir um þetta lag. Ég er soldið svartsýnn en samt soldið vongóður. Ég persónulega fíla þetta vel en hef líka heyrt marga hakka það í sig. Lög eins og þetta hafa ekki verið að gera beint neina svakalega hluti undanfarið og það hræðir mig fyrir hönd Íranna og ég held að þeir komist ekki áfram.
Króatía – Get svo fátt um þetta sagt. Þetta á séns, þó ekki mikinn en hann er til staðar og þá aðallega útaf nágranna kosningu efast samt um að það muni duga.
Lettland – Mér finnst þetta lag vera algjört umferðaröngþveiti alltof mikið að gerast en samt gerist ekkert í rauninni en það getur verið að þetta eigi eftir að svínvirka uppá sviði. Ég þori ekki að fullyrða neitt um það hvernig þetta fer en ég er bjartsýnn á framhaldið fyrir þá.
Moldóvía – Þetta verður eflaust eldhresst og skemmtilegt fyrir einhvern þó ég eigi örugglega eftir að kíkja á kamarinn meðan kerlingin spangólar. Moldóvía er samt vel mönnuð af nágrönnum og velvildar mönnum og þeir eiga alveg góðan séns á að komast áfram. Ég giska á að þau komist áfram.
Pólland – Ég horfði á æfingu hjá pólsku stelpunni um daginn og ég varð fyrir smávegis vonbrigðum með hana. Ég hélt að hún væri betri söngkona, en þetta var reyndar fyrsta æfingin þannig kannski á hún eftir að standa sig betur þegar á hólminn er komið. Lagið er ágætt og gæti átt alveg fína möguleika þannig séð þó það sé ekkert afbragð og viðlagið bara frekar bragðlaust og þeir verða eftir.
Slóvenía – Það er djarft tafl að tefla fram nætum Instrumental lagi í Eurovision. Fólk er svo dómhart að það eitt að það er ekki sungið fyrr en eftir rúma mínútu gæti gengið frá þessu lagi. Aftur á móti er þetta rosalega flott lag ef maður verður ekki leiður á annað borð þannig ég tel þetta vera soldið 50:50 möguleika hjá Slóvenum. Það er hættulegt að tefla djart og skilar ekki alltaf árangri en ég hef trú á að þeir komist áfram
Ungverjaland – Svona til að byrja með þá er þessi gaur enginn söngvari en það gæti verið að hann setji á svið nógu gott show til að komast áfram því ekki fer hann langt á röddinni og frumlegheitum. Ég held að þeir komist ekki áfram hann á bara ekkert í Sakis og það fara ekki margir súkkulaði hommar áfram.
Í þessum riðli eru 4 lög sem ég hef nákvæmlega enga trú á að komist áfram þau lendi ekki endilega í neðstu 4 sætunum. Þetta eru:
Kýpur, Holland, Litháen og Slóvakía.
Kýpur – Með frekar slappt lag, falska söngkonu og í rauninni enga spes vini nema Grikki þá eru Kýpverjar að fara að sitja eftir með sárt ennið. Þeir verða samt ekki í neðsta sæti eða nálægt því held ég. En það er alveg öruggt að þeir ná ekki á top 10.
Holland – Það er eitthvað mikið að ef þetta kemst áfram. Þetta er ódýrara en allt sem ódýrt er. Á voðalega fá orð til að lýsa þessari viðurstyggð.
Litháen – Þetta lag er flatt og frekar ómerkilegt en reyndar vel sungið. Ég hef enga trú á þessu lagi það á gjörsamlega eftir að gleymast áður en hann verður búinn að segja “thank you” á sinni bjöguðu ensku.
Slóvakía – Veit ekki hvernig þeir eru mannaðir með kosningavini þarna í Slóvakíu en ég held að það sé alveg sama hvað þeir eru margir árangurinn verður enginn og ég spái því að þeir vermi neðsta sætið með örfá stig ef þeir fá einhver.
Þá er ég búinn að renna í gegnum öll lögin í þessum riðli og beyta spádómsgáfunni minni til að reyna að sjá þetta aðeins út. Svona er þá listinn hjá mér
Áfram (raðað í stafrófsröð)
Albanía
Azerbaijan
Eistland
Grikkland
Lettland
Moldóvía
Noregur
Serbía
Slóvenía
Úkraína
11. Pólland
12. Ungverjaland
13. Litháen
14. Danmörk
15. Kýpur
16. Írland
17. Króatía
18. Holland
19. Slóvakía
Ef að einhver nennti að lesa þetta væri gaman að fá svör og skoðanir ykkar.
Næsta og seinasta greinin um keppnina 16.maí ætti að koma fljótlega eftir að það verður komið í ljós hvaða lög keppa þar.
Apoppins
What if this ain't the end?