Jæja, ég hef gert þetta nokkru sinnum og hundleiddist eitt kvöldið svo að ég ákvað henda mér bara í það að dæma öll lögin sem munu keppa í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva. Ég ákvað að gera nýtt núna og vera ekkert að spá fyrir hver komist áfram og hver ekki heldur einfaldlega gefa þeim einkunn á bilinu 0 uppí 5. Sum lög munu örugglega fá 0 og sum örugglega 5. Það er klárt að ekki verða allir sammála mér en til þess er leikurinn gerður. Ég byrja umræðuna þið takið þátt. Hægt er að hlusta á öll lögin á http://www.eurovision.tv/mediaplayer/2009/ . Let‘s go.
Albania
Carry Me In Your Dream – Kejsi Tola
Fyrstir koma Albanir í stafrófsröðinni. Söngkonan er með ágætis rödd og það var eitthvað hægt að dilla sér með laginu en þetta var ekki mjög minnistætt. Ég hlustaði á lagið og þurfti svo að svara í símann og mundi ekkert eftir laginu þegar ég settist svo aftur niður. Mundi bara eftir að það var smá danstaktur í því.
2/5
Andorra
La Teva Decisió (Get A Life) – Susanne Georgi
Ah ah ah æj. Lagið er býsna gott í heildina litið. Myndbandið var ekkert spes svo að þegar lagið var hálfnað hætti ég nú fylgjast með því og fann þá svona blæinn í laginu sem að mér finnst ég hafa heyrt margoft áður. Það er svona það sem ég kýs að kalla sumablæinn eða bara frelsið s.s. svona lög sem maður getur sett á þegar maður er að keyra um á sumrin og bara gleymt sér og verið svona pínu frjáls. Ég geri reglulega sumardisk með svoleiðis lögum og þetta lagið gæti alveg átt heima þar. Hins vegar finnst mér byrjunin á viðlaginu ekki flott og heldur óþörf einhver blær í þeim hluta tónar ekki alveg við restina af laginu og böggar mig pínu. Engu að síður 3,5/5
Armenía
Jan Jan – Inga & Anush
Lagið byrjar á svona þjóðlegum tónum og svo fer að færast smá undarlegur danstaktur í það og ég fann að þetta yrði athyglisvert. Eftir hins vegar eina og hálfa mínútu hætti þetta að vera athyglisvert og varð bara leiðinlegt. Mér fannst ég alltaf vera að heyra það sama og þetta var bara ekki gaman.
Byrjunin stemmdi í 3 en svo snarhrundi niðrí 1,5/5. Jæja komið eitt kaffipásulag.
Azerbaijan
Always – AySel & Arash
Annað lagið í röð sem byrjar á þjóðlegum tónum og svo svona „ahhhhhh“ söng. Eins með fyrra lagið færist svo danstaktur í þetta og þetta skiptið virkar það. Mér fannst þetta reyndar allt voðalega kunnulegt en ég þarf nú varla að segja neinum að þannig er það með þessa keppni. Ég var svo ekki alveg viss með karlsöngvarann hann var ekki slæmur en mér fannst þau hefðu getað gert betur. Lagið samt fékk mig í dansstuð og var ég nokkuð ánægður með það. Besta hingað til
3,5/5
Belarus
Eyes That Never Lie – Petr Elfimov
Útlitið á söngvaranum setti mig aðeins útaf laginu kannski sérstaklega útaf því að ég áttaði mig ekki á af hverju. (Einhver stelpa bjóða sig fram og dæma útlitið á þessum sykurrdreng því ég finn ekki orðin til að lýsa honum). Lagið hreif mig ekki í byrjuninni en eftir 1 mínútu og 17 sekúndur fór að færast aðeins fútt í leikinn og útlitið á gaurnum skipti ekki máli lengur því hann rokkaði þetta í endann. Hefði samt vilja fá kannski aðeins öðruvísi byrjun það var eitthvað ekki að hrífa mig þarna.
3,5/5
Belgía
Copycat – Copycat (en frumlegt)
Þetta gæti virkað á hlöðuballi/sveitaballi eftir að fólk er búið neyta hæfilegs magns af alkóhóli en hérna á þetta ekkert erindi. (Þýðing það er hægt að dansa létta sveiflu við þetta þegar þér er orðið sama um hver tónlistin er)
2/5
Bosnía & Herzegovina
Bistra Voda – Regina
Nú, já okei er lagið sem sagt búið. Ég var farinn að hugsa um eitthvað allt annað. Þetta var of litlaust fyrir minn smekk.
1/5
Búlgaría
Illusion - Krassimir Avramov
Viðlagið var þolanlegt restin ekkert spes. Auk þess passar röddin í gaurnum ekkert inní þennan takt. Ef karlsöngvarar hafa svona raddir er um að gera nota þær en ekki í svona lögum.
2/5
Króatía
Liepa Tena – Igor Cukrov feat. Andrea
Söngvarinn hefur mjög flotta rödd en þegar maður er að reyna vera þjóðlegur þarf að koma eitthvað alveg sérstakt til skera sig úr frá öllum hinum þjóðlegu lögunum. Það gerði þetta lag ekki.
3/5
Kýpur
Firefly – Christina Metaxa (eins og koníakið :D)
Oh elska svona lög. Þetta var voðalega fallegt og þar sem ég veit um fátt betra en góða ballöðu sló þetta mig alveg í rot. Söngkonan var mjög flott og skilaði þessu vel frá þó að eina sem ég set útá er að ég vildi kannski fá aðeins meiri kraft í endann. Samt fær hún auka „props“ fyrir að heita Metaxa.
4,2/5
Tékkland
Aven Romale – Gipsy.cz
Ok, þetta átti líklega að vera fyndið sem það var ekki. Þá hlýtur maður að líta á lagið og sönginn. „Söngvarinn“ hefði alveg eins getað verið með orðið „wannabe“ stimplað á ennið á sér. Wannabe söngvari. Wannabe grínisti. Wannabe dansari. Wannabe atriði. I wanna be annars staðar þegar þetta lag kemur í keppninni.
0/5
Danmörk
Believe Again – Brinck
Ég hef alltaf bundið miklar vonir við Dani því þeir vita oftast hvað þeir eru að gera í þessari keppni. Ekki fannst mér nú heldur verra að sjá hann Brinck þarna sem að RÚV áhorfendur kannast kannski við þar sem hann flutti titillagið í dönsku þáttunum Anna Pihl. (Sem er stórgott lag). Lagið er mjög gott og stendur Brinck-urinn sig ágætlega. Ekki viss um hvort að þetta lag sé að fara að skara neitt fram úr en mér fannst mjög gott.
4/5
Eistland
Rändajad - Urban Symphony
Maður fær bara strengi við þetta (Þetta komment var tileinkað Gísla Marteini). Það var svo sem ágætislag og fín rödd sem hljómaði þarna er þetta var ekkert að láta mig hoppa upp og syngja með Eistunum.
2/5
Finnland
Lose Control – Waldo‘s People
Hljómaði rosalega stolið en fannst lagið samt alveg magnað. Söngurinn var flottur, takturinn skemmtilegur og myndbandið mjög flott. Hlakka rosalega til að sjá þetta á sviði. Einnig er þetta fyrsta lagið sem ég myndi vilja eiga.
5/5
Frakkland
Et S'il Fallait Le Faire - Patricia Kaas
Frakkar halda í hefðir og koma með rólegt og leiðinlegt lag sem að bara byrjar, rennur sína 3 mínútna leið og svo endar. Skilur ekkert eftir sig.
1/5
Former Yugoslavian Republic of Macedonia
Neshto Shto Ke Ostane – Next Time
Nei það er bara eins og Jonas brothers séu mættir á svæðið.
1,5/5
Þýskaland
Miss Kiss Kiss Bang – Alex Swings Oscar Sings!
Spes nöfn. Þetta gæti orðið skrítið *ýtir á play*. Úff, þetta var alveg skelfilega hallærislegt. Textinn var til að byrja með alveg skelfilega…jah hallærislegur er eina orðið sem hægt er að nota til að lýsa þessu atriði. Textinn, danssporin, smeðjuleikinn þetta var allt saman svo viðbjóðslega halló að mér er skapi næst að skella núllu á þetta. Söngvarinn gæti hins vegar heillað einhverja meðlimi kvenþjóðarinnar (þ.e.a.s. þær sem geta umborið hversu hallærislegur hann er) en hann heillar mig ósköp lítið. Svo taka þeir þarna nokkra „Minnie the Moocher“ takta til að fá salinn með sem er bara bannað í svona atriði. (Ef þið skiljið ekki Minnie the Moocher dótið hlustið á það með Cab Calloway og þið skiljið mig)
0,5/5
Grikkland
This is Our Night – Sakis Rouvas
Nei, nei, nei , nei er Sakis kominn aftur :D. Ætli hann rífi nokkra kvenmenn úr fötunum núna (eða leyfa þeim að rífa sig úr sínum) því hvort tveggja gerði hann þegar hann var með Shake It árið 2004 *ýtir á play*. Já sko! Sakis er ekki dauður úr öllum æðum og getur greinileg hrist sig eitthvað ennþá. Lagið var bara nokkuð gott. Það er eiginlega betra en Shake It og gæti gert einhverja hluti þó ég er ekki alveg viss. Þetta verður þó ágætis skemmtun og verður spennandi að sjá hvort að flytjendur verði ennþá í öllum spjörunum að loknum flutningi í keppninni.
4/5
Ungverjaland
Dance With Me - Zoli Ádok
Þetta vakti lítinn dansáhuga hjá mér. Ef ég væri staddur á skemmtistað og væri á dangólfinu þegar þetta lag kæmi þá held ég að þarna væri komin ágætis bar-pása.
2/5
Ísland
Is It True? – Yohanna
Yohanna (með ypsiloni) er mætt á svæðið til hressa, bæta og kæta. Lagið er voðalega Celine Dion-legt og er það ekkert slæmt svo sem. Jóhanna flytur lagið mjög vel og er það alveg að gera atriði úr þessu en ég efast að við séum að fara eitthvað mikið með þessu. En við sjáum til.
3,5/5
Írland
Et Cetera - Sinéad Mulvey & Black Daisy
Crap hvað þetta myndband sökkaði en ok það er aukaatriði. Lagið er svo sem alveg ágætis rokklag en ég held að maður þuri að blasta það gjörsamlega til að njóta þess til fulls. Þetta lag fellur bara í þennan flokk sem að mörg lög flokkast undir í þessari keppni „ekki slæmt, ekkert framúrskarandi,
3/5
Ísrael
There Must Be Another Way – Noa & Mira Awad
Mér leiðist að dæma lög eins en ég bara ekkert betra að segja um þetta lag heldur en það bara rann í gegn án þess að gera neitt framúrskarandi.
2/5
Lettland
Probka – Intars Busulia
Fínasta rokklag. Pínu bílskúrsbandsfílingur en það var kannski aðallega aðalsöngvarinn sem vakti þá hugsun hjá mér því mér fannst hann ekki alveg vera með‘etta og óttast að hann gæti orðið pínu kjánalegur á sviði.
2,5/5
Litháen
Love (frumlegt) – Sasha Son
Flott melódía en vantaði aðeins aukabústið. Hefði verið aðeins kröftugri söngvari hefði þetta geta orðið mjög flott atriði en þetta varð því ekki mikið meira en raul yfir flottu lagi. Lagið fær 3,5 en heildareinkunin lækkar fyrir raulið
3/5
Malta
What If We – Chiara
Nei er Chiara líka komin aftur er bara reunion :D. Síðast þegar hún tók þátt átti hún nú bara að vinna ekki flóknara en það. Í Idolinu er stundum sagt að bestu keppendurnir geti sungið símaskrána. Chiara gæti það svo sannarlega. Lagið væri kannski ekkert það mikilfenglegt í höndum hvers sem er en Chiara gerir þetta af þrusulagi og fer það beint á toppinn hjá mér.
5/5
Moldavía
Hora Din Moldova (hahahaha) – Nelly Ciobanu
Voðalega var þetta eitthvað kunnuleg byrjun, og líka það sem tók við. Ég er mjög hrifinn af röddinni í söngkonunni en þetta er samt að mestum hluta bara enn eitt þjóðlega lagið. Það er samt það mikið fjör í laginu að ég hlakka mikið til að sjá það á sviðinu.
3,5/5
Svartfjallaland
Just Get Out Of My Life – Andrea Demirovic
Fínt lag. Myndbandið kannski of mikið glamúr en það sleppur, þetta er nú einu sinni Eurovision. Titill lagsins kemur býsna oft fram í laginu alla vega undir lokin sem mér finnst persónulega leiðilegt en annar rennur þetta alveg ágætlega í gegn. Þetta er klárlega ekki sigurlag en mun eflaust falla í kramið hjá einhverjum.
3/5
Hollland
Shine – The Toppers
Glamúrinn í þessu myndbandi var alveg óþarfur. Þetta er svona Aqua eða Toy-Box (þeir sem kannast við þá hljómsveit) lag sungið af þremur köllum. Fyrir utan að mér finnst byrjunin býsna copy/paste þá er ég býsna ánægður með lagið og mikið stuð er í þessu.
4/5
Noregur
Fairytale – Alexander Rybak
Skemmtilegt var að sjá fiðlur í hressu lagi til tilbreytingar. Lagið var samt ekkert spes og það sem var allt í lagi var eyðilagt af söngvaranum sem var bara algjörlega útá þekkju og var allan tíminn að horfa í myndavélina eins og hann vildi vera viss um að hún væri pott þétt á honum. Þetta var alveg hresst lag en ekki gott hresst lag.
2,5/5
Pólland
I Don‘t Wanna Leave – Lidia Kopania
Mjög fallegt og flott lag í alla staði. Það sem ég pæli oftast mest í ballöðunum þá er ég nokkuð viss um að þetta lag sé samt örugglega of rólegt til að ná einhverjum árangri. En fyrir mig er þetta alveg tilvalið til skella í og slaka á.
3/5
Portúgal
Todas As Ruas Do Amor ¬- Flor-de-lis
Portúgalar haf aldrei verið í uppáhaldi hjá mér í þessari keppni og það er lítil breyting á hér. Söngkonan fær hins vegar alveg megahrós og er bara alveg stórkostleg. Lagið hins vegar fannst mér ekki alveg nógu og gott en þó voru góðir punktar. Lagið fangaði mann alveg í hressu köflunum en það sem pirraði mig alveg gífulega var að mér fannst það hressast og hægjast til skiptis í gegnum lagið. Það er þekkt taktík að byrja rólega og svo stigmagnast út lagið en þetta fannst mér svona rólegt-hresst-rólegt aftur-hresst- hressara-aftur rólegt o.s.frv. Þetta er samt alveg langbesta lag sem Portúgal hefur sent í keppnina.
3,5/5
Rúmenía
The Balkan Girls – Elena
Alveg gífurlega hresst lag og viðlagið er alveg ótrúlega, rosalega, svakalega „catchy“. Flutningurinn er bara mjög góður og er lagið mjög vel heppnað í alla staði. Lagið á samt mjög margt skylt með öllum hinum dillulögunum en viðlagið er bara að bergmála í hausnum á mér svo að ég held að það muni skara fram úr hinum.
4,5/5
Rússland
Mamo – Anastasia Prikhodko
Jæja koma gestgjafar okkar í ár. Lagið og flutningurinn verða fljótt dæmd. Flutningurinn alveg hræðilegur. Söngkonan flutti þetta eins og hún væri með hríðir og mér dettur nú ekkert annað í hug fyrst að lagið heitir Mamo (Mamma) að henni sé ekkert voðalega annt um móður sína. Lagið var líka algjörlega inn um annað útum hitt. Ekki sáttur.
1/5
Serbía
Cipela – Marko Kon & Milaan
Jæja, jæja grín og glens. Ég er mjög „picky“ þegar kemur að gríni í Eurovision og hef oft útskýrt það þannig að ég elskaði Wadde Hadde Dudde Da og We Are The Winners en hataði Silvíu Nótt og Sebastian Tellier. Þetta lag fannst mér mjög spes en þó alls ekki slæmt. Mér fannst þetta alveg ágætis skemmtun og ekkert illa flutt miðað við hvernig lagið er en þó langt frá því að heilla mig eitthvað.
2,9/5
Slóvakía
Pocisková - Kamil Mikulcík & Nela
Byrjar roslega rólega en svo stigmagnast það og stigmagnast og krafturinn sem færist í lagið grípur mig alveg hreðjataki. Þetta lag er svona fyrir mig alla vega algjörlega skilgreininginn á því sem mér finnst að flottur dúett ætti að vera. Bæði Kamil og Nela er alveg mögnuð í laginu og náðu alveg 100% athygli minni allt lagið. Hins vegar fannst mér myndbandið alveg fáránlega leiðinlegt.
4,5/5
Slóvenía
Love Symphony – Quartissimo feat. Martina
Roslega pirrandi að heyra engan söng fyrr en eftir 1 mínútu og 13 sekúndur. Lagið er býsna einhæft þangað til að 2 mínútur og 22 mínútur eru búnar af laginu því að þá fyrst byrjar lagið. Þá kemur þessi líka engin smá rödd í söngkonunni og flott laglína. Þvílík synd að enginn mun heyra það því þá verða allir farnir klósettið eða farnir að fylla á snakkið.
2,5/5
Spánn
La Noche Es Para Mí (The Night Is For Me) – Soraya
Ég hef sagt um mörg lögin að mér finnist ég hafa heyrt þau áður en þetta lag hef ég pott þétt heyrt áður. Alla vega hef ég heyrt 50% af því áður. Annars er lagið svo sem allt í lagi en voðalega inn um annað útum hitt (eða IUAÚUH til styttingar) eins og er oft um lög sem eru kunnuleg.
2,5/5
Svíþjóð
La Voix – Malena Ernman
Hérna er á ferðinni svona óperupopp sem að maður heyri ekki voðalega oft. Söngkonan syngur þarna með sinni gullfallegu óperurödd sem að heillaði mig gjörsamlega en svo syngur hún líka með sinni venjulegu söngrödd sem var alveg hryllingur. Ég hefði viljað sjá dúett hérna þar sem einhver hörku poppsöngkona myndi syngja venjulega hlutana og svo kæmi Malena með sína awesome óperu. Þetta mun samt eflaust heilla einhverja en fyrir mig hefði þetta getað verið miklu betra.
3/5
Sviss
The Highest Heights – Lovebugs
Þetta lag er alveg flott en mér finnst eins og það eigi ekki heima í þessari keppni. Þetta er ekki eins og þegar fólk taldi að Lordi ætti ekki heima í þessari keppni því þegar maður pælir í því átti Lordi algjörlega heima í þessari keppni því það var öðruvísi. Þetta lag er hins vegar svona lag sem maður getur heyrt í útvarpinu og tekur ekkert almennilega eftir. Það bara er þarna. Ég hef stundum sett lög í svokallaðan rúnt-flokk en það eru lög sem maður getur haft undir þegar maður er að keyra um en þú ert ekkert að rífa þig upp við þau.
2/5
Tyrkland
Düm Tek Tek – Hadise
Oh my…. jæja, þetta gleður okkur strákana. Fyrir utan hina flottu kvenmannskroppa sem hrista sig þarna er lagið mjög gott og alveg gríðalega dansvænt. Það mun klárlega ná hátt en ég sé samt ekki vinningslag þarna.
3,9/5
Úkraína
Be my Valentine! (Anti-crisis Girl) – Svetlana Loboda
Þetta myndband hræddi mig bara. Það er einhver flottur taktur í þessu lagi en það var eitthvað sem stóð í vegi fyrir því að ég væri hrifinn. Það gæti kannski verið útaf því að það var mjög margt í gangi þarna. Þetta gæti verið ágætis klúbbalag en ekkert meira en það.
2,5/5
Bretland
It‘s My Time – Jade Ewan
Breta spila út stórskotaliðinu núna! Lord Andrew Lloyd Webber er mættur á svæðið! Þetta lag er eins og ég myndi lýsa því fullkomin ballaða enda ekki við öðru að bústa frá Webber. Krafturinn í laginu og flutningnum grípur mann gjörsamlega heljartökum og held ég að þetta sé að fara langt. Auk þess má alveg gera ráð fyrir því að sannir Andrew Lloyd Webber aðdáendur muni heyra lagið og kjósa það bara útaf goðsögninni.
4,5/5
Jæja, þá er komið að ykkur.