Skotland er ekki enn sjálfstætt ríki en það kemur þessu máli ekkert við.
Þá erum við ekki að tala um að Skotland og England keppni ein og sér heldur að Skotaland keppi fyrir Bretland allt (England, Wales og N. Írland).
Þá er alls óvíst hvernig þessu verið háttað, hvort að England og Skotland keppi bæði sem sér ríki hefur ekki verið ákveðið.
Málið er á byrjunar stigi.
Skotar segja að skotar komi Bretlandi aftur á Eurovision-kortið ef þeir fái að keppa.
EBU hefur tekið vel í þetta en segir að BBC verið að ákveða þetta sjálft þar sem BBC hefur alltaf sent inn atriði fyrir landið allt. STV er ríkissjónvarp Skota og myndi því sjá um skoska Eurovision-framlagið.
Margir tala um að löndin sem mynda Bretland skiptist á að senda framlag. S.s. sá BBC (England) um keppnina í ár, þá gæti STV (Skotland) gert það 2009, N. Írland 2010 og Wales þá 2011 og svo framvegis.
Á síðunni http://scotlandineurovision.eu/ er undirskriftalisti þess efnis að Skotland taki þátt.
Persónulegt álit skrifanda
Ég stið þátttöku Skota fullkomlega. Þótt að þetta komi mér ekki beint við þá finnst mér að löndin fjögur eigi að fá að keppa sjálfstætt, það er að segja að þau geti keppt öll í einu (ef þau vilja).
En þá má búast við mikilli innanlands kosningu, sem gæti jú gengið ef þeir vilja koma Bretlandi aftur á Eurovision-kortið.
Þetta gæti litið svona út:
Wales:
England 12 stig
Skotland 10
N. Írland 8
Írland 7
….
Skotland
England 12 stig
Wales 10
N. Írland 8
Írland 7
…
N. Írland
England 12 stig
Skotland 10
Wales 8
Írland 7
…
England
Skotland 12
Wales 10
N. Írland 8
Írland 7
Og voila England 36 stig.
.