Ég nota líka nokkrar sem ég hef séð hér á huga.
Tillaga 1:
Hafa dómnefndir í hverju landi að vissu leiti. Símakosningin myndi gilda 50% og dómnefndin 50%. Dómnefndin yrði skipuð af fólki á aldrinum 16-60 til að tryggja fjölbreytan tónlistar smekk og skipuð af stjórn ESC. Svo væri sjálf sagt að hafa einn fulltrúa úr stjórn ESC með í henni.
Tillaga 2:
Hafa forkeppnir fyrir Austur og Vestur Evrópu sér. Segjum sem dæmi að Ísland myndi vinna sinn riðil (þ.e.a.s. V-riðilinn) yrði hún haldin að ári í Reykjavík. Svo yrði aðalkeppni fyrir báða hluta álfunar þar sem Top (7?) í báðum hlutum myndu mætast.
Dæmi:
Úkraína vinnur Austur-riðilinn - Hann yrði haldin þar að ári.
Ísland vinnur Vestur-riðilinn - Hann yrði haldinn þar að ári.
Bretland vinnur Aðalkeppnina - Hún yrði haldin þar að ári.
Tillaga 3:
Að hafa algjörlega óháða dómnefnd sem gæti gefið stig í lokin á stigagjöfinni.
Hún væri skipuð af fólki úr öllum heiminum nema Evrópu. Þetta gæti verið svona:
1 fulltrúi frá Mexíkó
1 fulltrúi frá USA
1 frá Tævan
1 frá Kanada
1 frá Ástralíu
og svo framvegis. Hún gæfi svo stigin 1-12 að sjálf sögðu og gæti vafa laust breytt miklu.
Tillaga 4 (bara að bæta henni inn í):
Að láta ritskoða stigin sem eru gefin til að koma í veg fyrir umræddann klíkuskap ónefndra svæða.
Þetta eru sem sagt mínar tillögur til að betrum bæta Eurovision Söngvakeppnina.
Endilega gagngrínið, drullið yfir mig skítkasti og fleira í þeim dúr. Þeir sem vilja mega auðvitað hrósa mér :)
Kv. uPhone
Það er nefnilega það.