Þessi keppni er búin að vera mjög skemmtileg og ég er mjög ánægð með þetta fyrirkomulag með tveimur forkeppnum.
Það er frábært að sjá allar norðurlandaþjóðirnar í úrslitum og það gaf okkur Íslendingum byr undir báða vængi að sjá Noreg og Finnland komast áfram upp úr fyrra undanúrslitakvöldinu.
Maður þorir aldrei að segja að Ísland komist áfram en ég var svo viss í þetta skiptið og svo aftur svartsýn þegar þau byrjuðu að lesa upp úr umslögunum… “Hver kýs Ísland, er þetta ekki bara endalaus mafía?” hugsaði ég … en hvað gerist… FRÁBÆRT!!!
Ég er aðeins búin að vera velta efstu lögunum fyrir mér, ég þori nú ekki að staðsetja öll lögin í sæti en þetta er mín spá og kannski von:
1. Úkraína
2. Ísland
3. Armenía
4. Svíþjóð
5. Serbía
6. Portúgal
7. Danmörk
8. Ísrael
9. Finnland
10. Tyrkland
Mig langar ekki að setja Svíþjóð svona ofarlega en ég er nokkuð viss um að silikonbomban ógurlega muni ná að hala inn nokkur stig í þessari keppni. Til að gera langa sögu stutta, er ég sátt ef að söngvakeppnin verði ekki haldin 2009 í Svíþjóð eða Rússlandi.