Hvað getum við lesið úr úrslitum gærdagsins? Hvað við getum lesið úr úrslitum gærdagsins

Í gær komust eftir farandi lönd áfram í aðalkeppni Eurovision

Grikkland, Rúmenía, Bosnía-Hersegóvína, Finnland, Rússland, Ísrael, Aserbaídsjan, Armenía, Pólland og Noregur
Þetta kom mér þó nokkuð mikið á óvart. Ég spáði Noregi ekki áfram og alls ekki Póllandi. Ég gerði ekki sterklega ráð fyrir Írlandi, ég viss að þeir myndu komust áfram en raunin var ekki sú.
Það sem við getum lesið úr þessu öllu saman er að þetta ár á eftir að vera sanngjarnt ár. Fyrst að Noregur komst áfram erum við “sue in”.
Það er ekki mikill klíkuskapur í gangi hér en margt í fari fulltrúa Rússa bendir til þess að einhver staðar liggur potturinn grafinn (*hóst* kemur ekki á óvart*hóst*).
Bæði Norðurlöndin komust áfram og verður það að teljast sigur fyrir okkur. Við getum spáð Norðurlöndunum góðu gengi í ár. En eins og ég sagði áðan er klíkuskapurinn í lágmarki og þetta er bara nokkurn veginn sanngjarnt. En aðalmálið er að öll lögin sem fóru áfram áttu það skilið.
Svo að niðurstaða þessarar litlu greinar er: 2 forkeppnir eru málið.
uPhone

Mínar tillögur hvernig má breyta ESC:
Taka dómnefnirnar upp aðeinhverju marki (50/50?)
Leggja niður þann sið að Big4 löndin gangi fyrir í keppninni (sem ég sé ekki fyrir mér).
Ég var alltaf á þeirri skoðun að það ætti að vera ein forkeppni fyrir V og A Evrópu en eftir þetta skipti ég um skoðun. Það er skemmtilegra að hafa þetta blandað.
Það er nefnilega það.